Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Af öðrum bókum, sem Þ. Þ. hefur haft við höndina sér til gagns við samn-
ingu ritgerðar sinnar, er varla neinu til að dreifa nema Landnámu, sem þá var
til í tveimur aðgengilegum útgáfum, frá 1829 og 1843, og svo alþekktri bók
Olaviusar.
Um útgáfu ritgerðarinnar hér er ekki ýkja margt að segja. Stafsetning
Þorsteins smiðs er heldur hnökrótt og er hún hér færð í nútímahorf. Þó er tekið
tillit til hennar þar sem hún virðist hafa gildi varðandi framburð eða annað.
Augljós pennaglöp eru leiðrétt athugasemdalaust en sums staðar bætt við
orðum í hornklofum, ef niður virðast hafa fallið.
Skýringar eða athugasemdir neðanmáls eru hugsaðar sem þarflegar ábend-
ingar um þetta og hitt en engan veginn sem nein fullnaðarafgreiðsla á fornum
svarfdælskum örnefnum. Þeim er aðeins ætlað að auðvelda mönnum notkun þessa
ritverks gamla Þorsteins á Upsum. K. E.
I. Eftir Svarfdæla sögu, í röð eftir kapítulum.
Svarfaðardalur liggur til suðvesturs, utarlega af Eyjafirði vestur
af Hrísey, og er Upsaströnd norðast af byggðinni frá Ólafsfjarðar-
múla (Brimnesmúla). Skíðadalur liggur fram af sveitinni samsíða
Svarfaðardalnum. Þessi byggðarlög öll eru til samans nefnd Svarf-
aðardalur eður Vallahreppur.
1. Mígandi:1 Almennt kallað nú Míindi. Um það er getið í Land-
námu 3. parti, 13. kapítula. Þar hefur verið bær til forna, en hefur
þá verið ysti bær á Ströndinni.2 Þangað hefur náð landnám Þorsteins
svörfuðs.
10. lcapítuli í Svarfdælu.
2. Kambur: Nú almennt kallað þar Kambagil og eru þar melrimar,
fremstir í Svarfaðardal að vestan, fram við Heljardalsheiði. Þangað
hefur líklegast náð fram landnám Þorsteins og út á Strandarenda
i Þ. Þ. hefur þótt hlýða að taka hér með þetta sérkennilega örnefni eftir Land-
námu, þótt þess sé ekki getið í Svarfdælu. Ornefnið er enn borið fram eins
og Þ. Þ. segir. Míindi er lækur þar sem hann sprænir með hvítri bunu fram
af sjávarhömrum og um leið nafn á fiskimiði. Sjá Súlur I, 1971, bls. 86. —
Míindi er að sjálfsögðu afbökun úr Mígandi; sama örnefni er þekkt víða
um Norðurlönd, sbr. t. d. Jakob Jakobsen, Strejflys over færaske stednavne,
Festskr. til F. A. Wimmer, Kbh. 1909, bls. 77.
- Þ. e. Upsaströnd. Þrátt fyrir talsvert stórorða lýsingu Jarðabókar Á. M. og
P. V., X, bls. 40, á húsarústum hjá Míindi, má enn telja ósannað mál að
þarna hafi nokkurn tíma verið bær. Þó er ekki með öllu óhugsandi að svo
hafi verið.