Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Vatnsdal, að sunnan fram á hálsinum. Fram við Vatnsdalsá hefur
selið líklegast verið frá Brekku á fyrri tíð; þar eru tóftir og lækur
skammt frá, garður að læknum; en þar fæddust sveinarnir Þorleifur
jarlaskáld og Ólafur völubrjótur, synir Ásgeirs rauðfelds í Brekku.
Við selið hefur Ásgeir verið, þegar hann fastnaði Klaufa Ingveldi
fagurkinn, og þar hefur hann rúið gemlinga sína, og ber þetta vel
saman við söguna. Þessi selstaða er nú aflögð fyrir löngu, og liggur
það land og Vatnsdalur að utan undir jörðina Skeið, sem líklegast
hefur þá ekki verið byggð. Þessi selstaða hefur verið í landnámi
Ljótólfs, austanverðu Svarfaðardalsár.
7. Grund: Bústaður Þorsteins svörfuðs. Bærinn Grund stendur
hér um bil í miðju hans landnámi milli fjalls og fjöru, í miðri sveit-
inni á sléttri grund. Þar er mikið engi og grasgefið og slétt tún, en
mjög eyðilagt af vatnságangi og skriðu úr svokallaðri Nykurtjöm
([sjá] uppdrátt íslands), sem liggur uppá heiðunum fyrir ofan
bæinn. Er nú ekki eftir nema lítil tunga af vellinum við það, sem
hann hefur verið sagður í fornöld, því það er almælt, að vörðubi’ot það,
sem sést hefur í Grundarskriðu, hafi fyrrmeir staðið á túngarðinum
forna, sem nú er allur horfinn.
12. kapítuli.
8. Tungunni, nú almennt kallað Tungur. Þær liggja á milli Svarf-
aðardalsár og Skíðadalsár áður en þær renna saman, út af háu fjalli,
sem Stóll heitir. Að vestanverðu undir hálsinum sem liggur út af
fjallinu (Stólnum, sjá uppdrátt íslands), upp af Tungunni, er bær
og heitir Tungufell. I þessari tungu á að hafa verið byggt skipið
íslendingur. Þar hefur þá verið skógur, en er nú eyddur, en mikið
hrís er þar enn. Fyrir nokki’um árum síðan fannst þar gömul kola-
gröf á holti eður á melbarði, sem blásið hafði jörð af, en týnst á
fyrri tíð, og voru í henni skógviðarkol úr afar digrum lurkum, ólík
því sem fást nú nokkurs staðar í þessari sveit. Tungurnar hafa verið
í landnámi Ljótólfs.
9. Blaðsgerði, Blakksgerði, Blóðsgerði, nú almennt kallað Blaðs-
gerði eða Blængsgerði. Það er skammt fyrir sunnan túnið á Grund.
7 Af þessum mörgu afbrigðum nafnsins (Olavius bætir við Klamgsgerði, sjá
athgr. 9) virðist Blakksgerði örugglega vera það sem elst heimild er fyrir,
nefnilega eina skinnblaðið sem til er með broti úr Svarfdælu, talið frá 15.
öld; þar er nafnið skrifað Blags gerdi, sjá Svarfdælasögu 1966, bls. 49.
Á sama stað í uppskrift séra Jóns Erlendssonar er skrifað Blakzgierdi, ibid.,