Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 109
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
113
Ferhyrnd girðing á sléttri grund, nokkuð lengri til austurs og vest-
urs, en á breidd er hún út og suður . . . faðmar. Grasgróið tóftarbrot
er ofarlega innan í girðingunni, og snýr tóftin austur og vestur, á
lengd .. .* * * * * * * 8
Það er gamalt almæli að hér hafi verið þingstaður Svarfdæla,
enda er á Grund hreppaskilaþingstaður enn í dag; eru þó manntals-
þing haldin nú á Völlum. Hér set ég lýsingu á Blaðsgerði, sem tekin
er eftir gamalli jarðalýsingu yfir jarðir í Svarfaðardal, sem kallað
var útdráttur af Árna Magnússonar jarðabók yfir Eyjafjarðar
[Vaðlajsýslu.9 Þar stóð sem eftir fylgir:
„Blaklcsgerði, eyðigerði gamalt, það var í fyrndinni goðakirkja
en á fyrri staðnum sem nafnið kemur fyrir í sögunni, Svarfdælasaga 1966,
bls. 23, skrifar séra Jón Bladzgerdi. Þar mun vera að finna uppruna nafn-
myndarinnar Blaðsgerði, en Jónas Kristjánsson telur þetta örugglega vera
ritvillu fyrir Blakz-. Ætti þá að mega afskrifa þessa mynd nafnsins, en
einkennilegt er að Þ. Þ. skuli segja að staðurinn sé almennt kallaður Blaðs-
gerði eða Blængsgerði. Þótt illt sé að væna hann um slíkt, kemur manni
í hug að hann sé að þóknast hinni prentuðu sögu, íslendinga sögum 1830,
sem tók upp hinn ranga leshátt Blaðsgerði. Staðurinn hefur í manna minnum
ekki verið kallaður annað en Blakksgerði og það er ekki nýtt af nálinni, sbr.
hér að ofan og athgr. 9. Nafnmyndin Blóðsgerði er úr fslendinga sögum 1930,
tekin þar upp sem lesháttarafbrigði, en er án efa mislestur því að í Svarf-
dælasögu 1966 er þessa lesháttar að engu getið.
8 Þ. Þ. hefur ætlað að bæta við málum síðar, og hér einhverju meira, og því
skilið eftir eyðu, en þetta hefur svo farist fyrir.
0 Útdráttur þessi, Extract af Arna Magnussonar Jardabook fyrir Wadla
Sysslu, liggiande i Rentekammeret pro anno 1712-—1713, 171U, er í frumgerð
í bók sem nú er í Þjóðskjalasafni, Sýsluskjöl Eyjafjarðarsýslu, XXX, 4.
Bókin kom til safnsins úr dánarbúi Daníels prófasts Halldórssonar á Hrafna-
gili, en áður var hún í eigu Hallgríms prófasts Thorlacius í Miklagarði. Hún
er með hendi Jóns Jakobssonar sýslumanns á Espihóli og skrifuð um 1780.
Útdrátturinn er þannig gerður að tekin hafa verið upp viss aðalatriði um
hverja jörð úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og eyður
skildar eftir í því skyni að fylla þær upp síðar með alls konar upplýsingum.
Þetta hefur svo verið gert við sumar jarðirnar en alls ekki allar. En upp-
lýsingarnar eru margar merkilegar, t. d. úr Svarfaðardalshreppi. Klausan
um Blakksgerði er svohljóðandi:
„Blacksgerde Eidegerde gamallt. Þad var i fyrndene Goda Kyrkia og sydan
Bænhus, þar hefur þíngstadur Svarfdælínga vered frá aldodle til 1728. Ma
her siá forn Merke til, sem er Logretta og Offurssteirn. Heiter þvi Repp-
urin Grundar Hreppur."
Svo sem sjá má með samanburði við það sem segir um Blakksgerði í
Jarðabók ÁM og PV á þetta alls ekkert skylt við það sem þar stendur um
Blakksgerði. Þetta virðist vera svarfdælskur fróðleikur sem Jón Jakobsson
hefur orðið sér úti um einhvern veginn. Til er eiginhandaruppskrift Þ. Þ.
8