Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stærra áður en skriðan hljóp út í það, sú sama sem hlaupið hefur á
Skorðumýri, sem áður er g-etið.15 Hólar tveir aflangir eru í túninu
upp undan baðinu, þeir heita Baðhólar. Það eru almæli, að Ljótólfur
liggi í þeim öðrum hvörjum, og hafa menn helst tiltekið þann efri
(ekki sjást nein merki til legstaðar nú á dögum), ber það ágæta vel
saman við söguna, þar svo stendur síðast í 29. kapítula: „Ljótólfur
var færður suður og ofan á völlinn og heygður þar“, því Baðhólarnir
eru skammt suður og ofan frá bænum, en Óþokkadæl efst á túninu
suður og upp frá bænum.16
13. kapítuli.
14. Birnunes: Bær á Árskógsströnd innar frá Svarfaðardal, við
Eyjafjörð. Bærinn ber sama nafn enn.
15. Kötlufjall: Það ber sama nafn enn og er suður og upp frá
Stærra-Árskógi á Árskógsströnd. Þar sem sagt er Helgi magri hafi
setið Kötlu mat, líklega sama og Sólarfjall.
16. Þorvaldsdalur: Hann ber sama nafn enn og liggur í suð-
vestur fram af Árskógsströnd og er albyggður.
17. Hella: Byggður bær og ber sama nafn enn. Hún er næstur
bær við Birnunes með sjónum.
18. Hranarek:17 Það hef ég ekki spurt hvar er. Þessi 5 næstu18
örnefni eru öll á Árskógsströnd, nú í Arnarneshrepp, en áður fylgdi
hún Vallahrepp.
1U. kapítuli.
19. Melshöfði: Hann er austan til við Svarfaðardalsá skammt
frá sjó, út frá bænum Hrísum. Þessi höfði er nú oftast nefndur
Melshorn. Þangað hafa fornmenn lagt skipum sínum og ráðið til
hlunns og látið þar standa á milli þess þeir sigldu til annarra landa.
15 Varðandi Blótbað sjá athgr. 12. Gísli Jónsson hefur ekki þekkt þessa
nafnmynd.
10 Um mannabeinafund suður og ofan frá laut, sem kölluð er Óþokkalaut
(— Óþokkadæl?) sjá Árbók fornleifafélagsins 1941-—42, bls. 25—26, og
Kuml og haugfé, bls. 115. — Trúlegt virðist að Óþokkalaut sé uppvakið ör-
nefni eftir sögunni.
17 1 Eyfirðinga sögum 1956 er þetta nafn skrifað Hranariki, eftir aðalhand-
ritinu Hrana rilti. í Svarfdælasögu 1966 getur Jónas Kristjánsson ekki um
aðra leshætti. Nafnið þekkist ekki nú.
18 Þ. e. a. s. fimm næstu á undan.