Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
allar síður frá bænum, því hann stendur á háum hól, og ber þetta orð-
rétt saman við söguna.27
26. Brekka: Þar bjó Ásgeir rauðfeldur. Þessi jörð ber sama
nafn enn; hún er skammt fyrir utan Grund og næstur bær. Hún
hefur líklega verið byggð áður en Þorsteinn svörfuður helgaði sér
dalinn þeim megin ár, og þá byggð í leyfi Ljótólfs, meðan hann réði
einn dalnum, áður en Þorsteinn kom í hann, enda má heyra af
sögunni, að Ásgeir hefur verið meir vinur Ljótólfs en Þorsteins.
Örnefni eru í Brekku kennd við Ljót eður Ljótólf, það er gil fyrir
sunnan túnið í Brekku, sem kallað er Ljótsgil og lækurinn Ljótsgils-
lækur. Landamerki milli Grundar og Brekku er vörðubrot, sem
staðið hefur á túngarðinum forna á Grund og beint upp, samanber
7. örnefni að framan.
16. kapítuli.
27. Heiðin: Hún liggur fram úr Svarfaðardalsbotni og byrjar við
Kambagil (sjá 2. örnefni hér að framan), og er þar sá eini þjóðvegur
úr Svarfaðardal vestur í Skagafjörð (sjá uppdrátt Islands). Heiðin
er stutt en yfirferðarill vegna snjóa, sem oft liggja á henni, og
bratta. Hún er nú almennt kölluð HeljarcLalsheiði, af dal þeim sem
er vestan heiðina, sem heitir Heljardalur, og áin sem rennur
eftir dalnum Heljará. Skál ein er þar í fjöllunum sem ogsvo heitir
Heljarskál og þar að auki Heljarbrelckur heimast á dalnum. Almennt
er það sögn að heiðin hafi fengið Heljarnafnið af því, að menn hafi
orðið úti á henni til dauðs á fyrri tíð. Má vel vera að heiðin hafi
fengið það nafn eftir að Guðmundur prestur Arason frá Völlum,
sem síðar varð biskup á Hólum, fór hrakningsferð sína miklu á hana
og fylgjarar hans 11. janúar 1195 (sbr. Biskupa sögur blaðs. 441—
444, 22. og 23. kap.).
17. kapítuli.
28. Teigarhöfði:28 Hár melbakki út við Teigará og ber sama
nafn enn (sjá 24. örnefni hér að framan). Þar er vað á ánni enn,
sem Ljótólfur fór yfir um.
27 Bæjarrústir þessar voru rannsakaðar sumarið 1940 og reyndust vera skáli
af fornri gerð, vafalítið frá tímum fyrstu byggðar í dalnum. Sjá Kristján
Eldjárn, Skálarústin í Klaufanesi, Árbók fornleifafélagsins 1941—42, bls.
17 o. áfr.
28 Örnefnið Teigarhöfði er ekki notað nú. í örnefnaskrá sem skráð er eftir