Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 117
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
121
29. Urðarhús eður Viðarhús: 29 Líklega fjárhús frá Urðum, og
ef það er rétt hefur Karl rauði riðið fram að vestan, en Ljótólfur
farið austur yfir ána við höfðann.
30. Kolbeinsey: Alkennt sker í sjávar- og landsuppdráttum og er í
sjóbréfum farmanna kölluð Mevenklint. En almennt er hún kölluð
Kolbeinsey og liggur 12 vikur sjávar norður af Grímsey, en 18 vikur
norður af Eyjafjarðarmynni, og ber afstaða hennar vel saman við
söguna. Eyja þessi var fyrrmeir nafnkennd fyrir ferðir þangað eftir
eggjum, fugli og dún, sem þar átti að hafa verið yfirgnæfanlega
mikið af. En helst var hún nafnkennd á Norðurlandi fyrir hraknings-
ferð svokallaðra Hvanndalabræðra, sem fóru að leita eyjarinnar að
bón biskups Guðbrandar, og er greinilega sagt frá ferð þeirra í
Reisuvísum um hrakningsför þeirra bræðra, sem ortar eru af séra
Jóni Einarssyni, og er þar sagt að þeir bræður hafi vaðborið eyna,
og hafi hún verið 400 faðmar á lengd en á breidd og hæð 60 faðmar.
Þeir náðu 800 af fugli og ógrynni af eggjum og nokkru af fiski.
Fernskonar grjót sáu þeir í eyjunni, og öll átti hún að vera með hólum
og gjám og engin grastó. 1 gamalli ættartölu hefi ég séð [og] síðast
heyrt getið, að Duggu-Eyvindur hafi farið til Kolbeinseyjar á duggu
sinni, þegar hann var á Karlsá í Svarfaðardal og átti að hlaða hana
með sel, fugl, egg og dún. Á 18. öld og fyrri hluta 19. aldar vissu
menn lítið um Kolbeinsey, því þá gerðu menn ekki ferðir þangað.
En síðan þiljuskip komust upp á Eyjafirði hafa hákarlamenn komið
oft til eyjarinnar og upp í hana og tekið þar mikið af eggjum, en
litlu hafa þeir náð af fugli. En allir lýsa henni, sem þangað hafa
komið og ég hefi talað við, minni ummáls og lægri en hér segir á
undan.
31. Krókamelur: Hann hlýtur að vera melurinn suður og ofan
frá bænum Búrfelli ofan frá fjárhúsunum og er kallaður það af
sumum enn.30 Bærinn Búrfell ber sama nafn enn og stendur á sama
Hallgrími Halldórssyni á Melum segir: „Heitir Melahöfði norðan við forna
farveginn (Teigarár) og heyrir undir Melaland". Árið 1940 heyrði ég
einnig myndirnar Melhöfði og Melshöfði.
29 Nafnmyndin Viðarliús er vist tilhæfulaus. Séra Jón Erlendsson skrifar r og i
líkt og því hefur Vrdar- verið lesið Vidar- af sumum skrifurum; sbr. Svarf-
dælasögu 1966, bls. lxvi. — Athuga ber að Urðarhús eru ekki bærinn á
Urðum, þótt Kálund telji svo (II, bls. 96), heldur eru það útihús frá Urðum,
og sést það berlega á því að Teigarhöfði (nú Melhöfði) stenst ekki á við
Urðabæ, er nokkru neðar.
30 Erfitt er að átta sig á hvort örnefnið Krókamelur eða Krókamelar hefur