Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 119
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI 123 35. Kumlateigur: Hann ber sama nafn enn.32 Hann liggur út við túngarð á Bakka á svokölluðu Gerði; er það að mestu sléttur flötur fram undir bakkanum. Þar varð fundur Ljótólfs og Karls, þegar Klaufi barðist höfuðlaus. Þetta örnefni ber vel saman við söguna, að þegar Karl gekk úr garði á Steindyrum, eftir það hann hafði brytjað Grís og atlað heim á Grund, og hafi hann þá séð Ljótólf kominn yfir ána og hann svo snúið ofan af veginum og þeir svo hist á Kumlateig. 36. Bleikjudalur: Ber sama nafn enn. Það er djúp klauf eður dal- verpi suður og ofan frá Kumlateig í árbakkann, og hefur Ljótólfur viljað ná vaðinu á ánni, þegar hann vildi flýja. Ber það vel saman við söguna, því túngarðurinn á Bakka hefur þá ekki náð út fyrir Gerðin. 37. Nafarsdalur: Það nafn er nú ekki til, en auðráðið eftir sögunni hvar það á við. Það er djúp lág, liggur upp frá ánni rétt fyrir utan Kumlateig, og er nú kölluð Torfulág. Segir svo í sögunni: „Snúa þeir undan (úr Bleikjudal) og ætla út Nafarsdal fyrir utan (Kumla)- teiginn.“ Væri réttara: ætla út í Nafarsdal eður ofan Nafarsdal, því annan hvörn dalinn varð Ljótólfur að fara, þegar hann vildi flýja heim til sín, því bakkinn er svo hár fram undan Teignum. 38. Útibúrið á Hofi, sem Ljótólfur varði sig í, þegar hann flúði af fundinum á Kumlateig. Það hafa verið almæli að það hafi staðið syðst í túninu á Hofi, skammt fyrir vestan (neðan) hliðið í tún- garðinn, sem enn sjást merki til, þar sem tröðin liggur frá heim í Hofshlað. Það hefur sést mót fyrir stórri tóft, en fyrir nokkrum árum hefur verið byggt sumarfjós, og sést þó enn partur af tóftinni suður undan fjósinu. Það ber líka vel saman, að útibúrið hafi staðið þar sem munnmælin segja, því þar hlaut Ljótólfur að fara um, þá hann kom í túnið. 39. Melarnir gegnt Blakksgerði: I þessum melum á að vera leg- staður Þorsteins svörfuðs. Þrír melar eru suður og ofan frá Blakks- 3- Óhætt mun að segja að örnefnin Kumlateigur, Bleikjudalur og Nafarsdalur séu nú öll glötuð, en „dalir“ þeir sem um er að ræða eru augljóslega stórar klaufir sem eru begg-ja vegna við bæinn á Bakka. Þ. Þ. telur að nöfnin Kumlateigur og Bleikjudalur séu enn til, þegar hann skrifar ritgerð sína, en Nafarsdalur glatað. Kálund telur þó einmitt að það nafn sé enn til (II, bls 96), hvaðan sem hann hefur haft það. En víst er að þessi nöfn eru ekki til nú, og hætt er við að þau kunni öll að vera uppvakningar í ritum Þ. Þ. og Kálunds. En eins og svo oft er: það er vandi að segja um þetta með vissu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.