Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 119
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
123
35. Kumlateigur: Hann ber sama nafn enn.32 Hann liggur út við
túngarð á Bakka á svokölluðu Gerði; er það að mestu sléttur flötur
fram undir bakkanum. Þar varð fundur Ljótólfs og Karls, þegar
Klaufi barðist höfuðlaus. Þetta örnefni ber vel saman við söguna,
að þegar Karl gekk úr garði á Steindyrum, eftir það hann hafði
brytjað Grís og atlað heim á Grund, og hafi hann þá séð Ljótólf
kominn yfir ána og hann svo snúið ofan af veginum og þeir svo hist
á Kumlateig.
36. Bleikjudalur: Ber sama nafn enn. Það er djúp klauf eður dal-
verpi suður og ofan frá Kumlateig í árbakkann, og hefur Ljótólfur
viljað ná vaðinu á ánni, þegar hann vildi flýja. Ber það vel saman við
söguna, því túngarðurinn á Bakka hefur þá ekki náð út fyrir
Gerðin.
37. Nafarsdalur: Það nafn er nú ekki til, en auðráðið eftir sögunni
hvar það á við. Það er djúp lág, liggur upp frá ánni rétt fyrir utan
Kumlateig, og er nú kölluð Torfulág. Segir svo í sögunni: „Snúa þeir
undan (úr Bleikjudal) og ætla út Nafarsdal fyrir utan (Kumla)-
teiginn.“ Væri réttara: ætla út í Nafarsdal eður ofan Nafarsdal, því
annan hvörn dalinn varð Ljótólfur að fara, þegar hann vildi flýja
heim til sín, því bakkinn er svo hár fram undan Teignum.
38. Útibúrið á Hofi, sem Ljótólfur varði sig í, þegar hann flúði
af fundinum á Kumlateig. Það hafa verið almæli að það hafi staðið
syðst í túninu á Hofi, skammt fyrir vestan (neðan) hliðið í tún-
garðinn, sem enn sjást merki til, þar sem tröðin liggur frá heim
í Hofshlað. Það hefur sést mót fyrir stórri tóft, en fyrir nokkrum
árum hefur verið byggt sumarfjós, og sést þó enn partur af tóftinni
suður undan fjósinu. Það ber líka vel saman, að útibúrið hafi staðið
þar sem munnmælin segja, því þar hlaut Ljótólfur að fara um, þá
hann kom í túnið.
39. Melarnir gegnt Blakksgerði: I þessum melum á að vera leg-
staður Þorsteins svörfuðs. Þrír melar eru suður og ofan frá Blakks-
3- Óhætt mun að segja að örnefnin Kumlateigur, Bleikjudalur og Nafarsdalur
séu nú öll glötuð, en „dalir“ þeir sem um er að ræða eru augljóslega stórar
klaufir sem eru begg-ja vegna við bæinn á Bakka. Þ. Þ. telur að nöfnin
Kumlateigur og Bleikjudalur séu enn til, þegar hann skrifar ritgerð sína,
en Nafarsdalur glatað. Kálund telur þó einmitt að það nafn sé enn til (II,
bls 96), hvaðan sem hann hefur haft það. En víst er að þessi nöfn eru ekki
til nú, og hætt er við að þau kunni öll að vera uppvakningar í ritum Þ. Þ.
og Kálunds. En eins og svo oft er: það er vandi að segja um þetta með
vissu.