Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 120
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gerði (eður melhöfðar) fram á árbakkanum, og vita menn ekki í hvörjum helst melnum það er, sem hann hefur verið grafinn; en ekki sjást þar nein mannvirki og er líklega áin búin að brjóta þau.33 40. Hólminum gegnt Grundarhúsum: Það er efalaust ysti hólmi sem er í ánni vestur úr Hofsnesi, suður og ofan undan bænum Grund og tilheyrir Grund, og nú rennur áin ýmist meira fyrir austan eður vestan hann, eftir því sem hún rífur sig í leysingum. 41. Skíðadalur: Hann ber sama nafn enn og hefur fengið nafn sitt af Skíða, sem hafði hann til umráða af Ljótólfi. Hann liggur jafnframt Svarfaðardal, og renna árnar saman fyrir neðan Tunguna úr báðum dölunum (sjá 8. örnefni). Dalurinn er allur byggður og 15 bæir í honum, sem að fjórum frátöldum eiga allir kirkjusókn að Völlum. Yst í dalnum að vestan eru háir hólar, sem Dælishólar heita og bera nafnið af bænum Dæli, sem stendur skammt fyrir framan þá (sjá 28. örnefni hér að framan), en hár fjallbringur á móti hól- unum að austan, sem kallaður er Hvarf og bæirnir næstu fyrir framan og neðan heita ogsvo Hvarf, ytra og syðra. Bæði í hólunum og Hvarfinu eru víða brunahraunstrókar, sem hvergi sjást í byggð annars staðar í Svarfaðardal, og er auðséð að eldur hefur brunnið hér til forna,34 um það leyti að Hvarfið og hólarnir hafa sprungið fram úr svokölluðum Hvarfshnjúk, líklega löngu fyrir íslands bygg- ing, og hefur áin rifið sér farveg í gegnum hólana, sem er afardjúpt gil, því annars hefði vatn myndast framan hólana, því dalurinn er þar mikið lægri. 42. Möðruvellir: Þar bjó Skíði. Sá bær er nú ekki til, en nafnið 33 Þó að Þ. Þ. væri ekki kunnugt um nein mannaverk á melunum eða melholt- unum á gamla árbakkanum fyrir neðan Blakksg’erði, hefur engu að síður komið í ljós að einmitt þar voru margar fornmannagrafir, einkum beint fyrir neðan bæinn Ytra-Garðshorn sem nú er; þar var kumlateigur með 10 kumlum, og stendur þar nú minningarsteinn, sem reistur var árið 1974. En einnig hefur orðið vart mannabeina á bökkunum beint fyrir neðan Blakks- gerði. Um fornleifafundi þessa sjá Árbók 1941—42, bls. 25, Kuml og liaugfé, bls. 117—121, Árbók 1965, bls. 33—50. Líklegt má telja að á ritunartíma Svarfdælu hafi þessi kuml verið að einhverju leyti sýnileg. Ef til vill hefur sú sögn fylgt þeim að þarna væri Þorsteinn svörfuður grafinn, en vera má einnig að það sé ályktun hins staðfróða söguhöfundar. Eitthvert samband er vafalítið milli ummæla sögunnar og hinna mörgu kumla á þessum stað. 3-1 Líklega hefur það nokkuð lengi verið álit manna í Svarfaðardal, að mola- bergsstrýturnar í Hvarfinu væru merki um jarðelda; þær minna fljótt á litið á hraungjall, en Hvarfið er þó ekki annað en fyrirferðarmikið fram- hlaup úr Hvarfshnjúk, sjá Hjörtur E. Þórarinsson í Árbók Ferðafélags íslands 1973, bls. 128.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.