Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 122
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 45. Holt hið ytra: Sá bær ber sama nafn enn. Ysti bær í Tjamar- sókn suður frá Upsasókn, og þegar sagan hefur verið færð í letur þá hefur Syðraholt verið líka byggt, sem ogsvo er byggt enn. Ekki sést nú merki til með vissu, hvar goðahúsið hefur staðið sem segir í sögunni að Geirdís hafi gengið frá, er hún mætti Karli rauða, er hann vildi finna son hennar. Þó eru gömul munnmæli að það hafi staðið út á svokölluðu Halldórsgerði, sem skammt er fyrir utan tún á Holti.37 Eru þar margar tóftir og garður í kring, því líkast að þar hafi bær verið til forna. Þó er þar ekki bæjar getið, það ég veit, að fornu. Það er eitt með öðru sem vantar í Svarfdælu og sem hefur þó líklegast staðið í kafla þeim sem vantar í hana, um þessa Geirdísi í Holti og Geira son hennar sem Karl drap, að sjá saklausan, eftir sögunni. Enn mætti geta til, að Geirdís hafi verið í vinskap við Ljót- ólf, og Geiri hafi verið einn í atförinni að Karli í hólminum undan Grund með Ljótólfi deginum áður, og því Karl hefnt sín á honum. Geirdís hefur búið í landnámi þeirra feðga Þorsteins og Karls. 46. Holtsdalur: Dalurinn upp frá Holtunum, er óbyggður og ber sama nafn enn, og rennur áin af dalnum ofan á milli bæjanna og heitir Holtsá. 47. Böggstaðir, nú almennt kallaðar Böggustaðir eður Böggvers- staðir, réttast Böggvestaðir. Hún ber sama nafn enn og er 40 hundruð að dýrleika með hjáleigunni Árgerði. Þessi bær hefur líklegast ekki verið byggður, þegar þessi saga gjörðist, sjá 30. kapítula Svarf- dælu. 48. Geiravellir: Nú oftast kallað Geiragerði eður Teigakot. Er sagt, að það hafi verið fyrr byggt en nú til margra ára í eyði.38 Þetta gerði er út og upp frá Hrappsstöðum, nokkuð langt út og upp undan :i7 Talið er að Halldórsgerði utarlega í Ytraholtslandi hafi nafn af Halldóri nokkrum Skeggjasyni, sem allvíða bjó í dalnum á sinni tíð. Hann mun hafa hafst við í Halldórsgerði 1780—81. Á árunum 1881—1903 var þar samfelld byggð af húsmennskufólki, en lögbýli var aldrei á þessum stað. Þessi hús- mennskubyggð er ekki til komin fyrr en eftir að Þ. Þ. skrifar ritgerðina, svo sem sjá má. •'i8 Fróðleik þennan um Geiragerði og Teigakot er ekki annars staðar að finna og svo gæti virst sem um ósvikna arfsögn væri að ræða, en vafasamt er það. í örnefnaskrá Margeirs Jónssonar er Geiravellir sagt týnt örnefni, sbr. og Eyfirðinga sögur 1956, bls. 187, og Teigalcots eða Böggvisstaðateiga er að engu getið, en í skrá eftir Magnús Jónsson í Hrappsstaðakoti um 1965 er Teigakot nefnt. — 1 áðurnefndum jarðabókarútdrætti, sjá athgr. 9, stendur þessi einkennilega klausa: „Teigakot, þess getr í Svarfdælu, nu Ruster", Þetta hefur Þ. Þ. þekkt, hvort sem það hefur haft áhrif á ummæli hans eða ekki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.