Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
alllíklegt að sá hóll hafi fengið það nafn af því að Karl rauði hafi
verið lagður þar í. Ekki sjást samt nein merki til að grafið hafi verið
í þann hól. Fyrir mörgum árum er sagt að bóndi einn á Karlsá hafi
fundið eitt mannsbein blásið úr jörð á Rauðshól eður skammt þar frá
og hafi hann þá haft í huga að grafa í hólinn, en nóttina eftir dreymdi
hann að honum þótti maður koma til sín stórvaxinn og fornmann-
legur og segja við sig: „Hver sá sem er svo djarfur að hræra við
mínum beinum, þá skal það verða honum til ógæfu og eignamissirs.“
En hvört sem Karl hefur verið heygður í Bygghól eður Rauðshól
ber það vel saman við söguna, þar svo segir: „Og er þetta fréttist til
Upsa, þá lætur Þorgerður færa Karl og austmennina upp til Karlsár
(á að vera út fyrir Karlsá, sbr. fyrr í sama kapítula bls. 174) og því
heitir að Karlsá síðan.“
1 uppfyllingu til Svarfdælu segir: „En Karl hinn rauði tók sér
bústað að Karlsá“, og mun það vera markleysa ein og getur einar og
dregin líklega rök til eftir Landnámu, samanber 49. örnefni.
23. kapítuli.
55. Hólmunum (Hólmar): Svo eru kallaðir hólmarnir í ármót-
unum og fram með Skíðadalsá austur af Tungunum.43
56. Tungugerði eður Tungukot: Fyrrum bær byggður í Tungunni
eður Tungunum, samanber 8. örnefni hér að framan, skammt fyrir
utan Kaupstaðshvamm (sjá 23. örnefni). Þessi jörð hefur verið í
eyði í mörg ár; enn sjást þó merki fyrir túnstæði og bæjartóftum,
sem allar eru vallgrónar. Þessi jörð er í Tungufellslandi. Á Tungu-
koti eður þar nálægt hefur stundum sést málmlogi í myrkri og dimm-
viðrum frá bæjum sem næstir eru, en menn ekki getað glöggvað
hvar helst það hefur verið svo grafið hafi orðið eftir því.
25. kapítuli.
57. Þingavað: Nú er ekkert vað á Svarfaðardalsá, sem svo heitir,
en af sögunni má ráða, að það hafi verið fyrir utan Hof en ekki fyrir
utan Velli.
43 Ástæða er til að benda á að þetta er vafalítið alveg rétt hjá Þ. Þ. Frá Grund
og fram á Tungur er sjálfsagt að ríða sléttlendið þar sem árnar kvíslast
saman. Það eru hólmarnir sem við er átt. Ranglega er því „hólmunum" breytt
í „hólunum" í Eyfirðinga sögum 1956, bls. 193, sbr. og bls. 197.