Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 127
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI 131 29. kapítuli. 58. Óþokkadæl: Þar sem Ljótólfur fannst myrtur. Það er kölluð af flestum lautin rétt fyrir ofan túnið á Hofi, stutt fyrir sunnan og ofan bæinn, og liggur upp á milli tveggja hóla. Nokkrir kalla Óþokkadæl sunnan og neðan GerSahólma, út og upp frá Hofsbæ, út og upp frá hofinu, og er það ótrúlegra, en hvor lautin sem það er, ber það vel saman við söguna (sjá 13. örnefni). 30. kapítuli. 59. Klaufasteinn, eður steinn sá sem Karl ómáli eður ungi brenndi Klaufa á.44 Eftir sögunni á hann að vera fyrir ofan garð á Klaufa- brekku. Þar eru að sönnu margir steinar stórir og nokkrir brostnir sundur, en enginn með þeim kennimerkjum, sem í sögunni segir: ,,með hol í“,45 en vel geta þeir verið orðnir sokknir í jörð eður signir til í svo langan aldur. En gamlir menn hafa sýnt Klaufastein á holti því fyrir sunnan tún á Klaufabrekku, skammt frá Klaufapolli. Var hann með laut í og allur sprunginn og mikill hluti hans í jörð. En fyrir 4 árum síðan, 1861, vai' sá steinn brotinn sundur til fjár- húsabyggingar og er hann nú að öllu ómerkilegur og sléttur við jörð. 60. Hver þann sem er fyrir sunnan garð á Klaufabrekku, þar sem Karl lét blýstokkinn í með ösku Klaufa. Þessi hver er og hefur verið kallaður Kluufapollur eður Klaufapyttur. Hann er suður og ofan frá bænum Klaufabrekku í lægð fyrir ofan götuna, sem liggur sunnan og neðan að bænum, og ber það vel saman við söguna. 61. Karlsstaðir: Bústaður Karls ómála eftir það hann flutti frá Upsum á efri árum. Þessi bær ber sama nafn enn og er í Ólafsfirði að austanverðu, í Þóroddsstaðahrepp. 44 Um Klaufastein og Klaufapoll segir svo í örnefnaskrá Klaufabrekkna eftir Margeir Jónsson skráðri 1936 eftir fyrirsögn Sigtryggs Jónssonar, sem mjög lengi bjó á Klaufabrekkum: „Klaufasteinn heitir flatur steinn ofan við vallargarðinn og fylgir honum sú sögn að þar hafi skrokkurinn af Klaufa verið brenndur. Steinninn er klofinn í tvennt og á hann að hafa sprungið þegar brennslan fór fram“. — „Fyrir ofan Lambá er Klaufapollur; hann er skálmyndaður og hyldjúpt vatnsauga í miðjunni. Gegnum pollinn rennur Klaufalækur. Það eru algeng munnmæli enn, að öskunni af Klaufa hafi verið sökkt í Klaufapoll". 45 Þetta er vitleysa sem stafar frá mislestri í íslendinga sögum 1830; þar stendur hol í staðinn fyrir bál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.