Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stórt og fornaldarlegt, upphleypt í botninum, en á flata barðinu
allt í kring er að sjá nokkurs konar rúnir eður stafi, ekki að öllu
ólíkar höfðaletri. Ekki veit ég neinn, sem hafi getað lesið það eður
ráðið í það, en ég hefi heyrt, að Eggert Ólafsson lýsi þessu fati í
ferðabók sinni og þar sé uppdráttur af rúnunum.49 Ljósastjakarnir,
sem sagðir eru úr Ingólfshaug, eru úr líkum málmi, stórir, en ekki
merkilegir og svipaðir nokkrum öðrum Ijósastjökum sem ég hefi
séð. Hringurinn, sem var í kirkjuhurðinni á Völlum, er flatur og
þunnur en nokkuð stór ummáls, og sést fyrir kroti á hliðunum, sem
er nú mjög máð. Svo er að sjá sem sé kopar í honum eður eirblend-
ingur.
65. Ingólfsnaust: Þau hafa verið talin til forna landamerki frá
Sökku, en nú sjást ekki merki til þeirra, hafi þau nokkurn tíma verið
hlaðin; má vel vera, að áin hafi brotið þau af í leysingum, en skörð
eður djúp keldudrög sjást í árbakkann, þar sem skemmst er til
haugsins, sem mætti geta til að skipið hafi verið sett upp í, þegar
það var fært til haugsins. (Sbr. Olavi ferðabók, bls. 293).
II. Skýringar yfir örnefni í Valla-Ljóts sögu, helst sem viðvíkja
Svarfaðardal og næstu héruðum.
1. kapítuli.
66. Gnúpufell: Nú almennt kallað Núpufell. Þessi bær er austan
fram í Eyjafirði og stendur undir Núpafelli.
67. Torfufell: Þessi bær ber sama nafn enn og er framarlega í
Eyjafirði að vestan.
68. Möðruvellir í Eyjafirði, er nú kirkjustaður og mikil jörð. Þar
bjó Eyjólfur Valgerðarson og Guðmundur hinn ríki, sem margar
sögur geta. En fyrst byggði Möðruvelli Hafliði Hrólfsson frá Gnúpu-
felli.
3. kapítuli.
69. Gnúpufellsá: Hún rennur framan af Sölvadal og í Eyja-
fjarðará fyrir utan Núpufell. Ekki veit ég hvar helst Eyjólfur Val-
gerðarson er heygður í túninu á Möðruvöllum. Þessi fjögur örnefni
koma ekki við Svarfaðardal.
40 Þetta er rétt, lýsing fatsins er á bls. 734 í ferðabókinni, en uppdráttur af
stöfunum á Tab. XVII.