Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 131
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
135
U. kapítuli.
70. „Hrólfr hét bóndi og bjó upp frá KIaufabrekku“. Næstur bær
framan Klaufabrekku hefur líklega verið þá Göngustaðir, en nú
er Göngustaðakot byggt á milli, og meina menn að það hafi verið
það land á milli þessara bæja, sem Valla-Ljótur skipti á milli þeirra
bræðra, og eru landamerki á milli þessara jarða lík því sem segir
í sögunni, og heitir þessi steinn, sá sem Ljótur tók úr sjónhending,
Emhamcvr.
5. kapítuli.
71. Hörðabrekka eður Höfðabrekka:50 Þetta örnefni þekkja menn
nú ekki, en geta má til, að þessi brekka dragi nafn af svokölluðum
Hólshöfða, og hefur þá Halli átt skammt heim, ekki eina bæjarleið,
og ber það saman við söguna.
72. Sauðahús Halla: Það meina menn að þar sé nú bærinn Klaufa-
brekknakot, sem byggður hefur verið úr Klaufabrekknalandi og er
skammt fyrir utan Klaufabrekkur.
7. kapítuli.
73. Ólafsfjörður: Hann er norðvestur af Svarfaðardal í Eyja-
fjarðarsýslu. Hann fékk nafn af ólafi bekk, sem nam hann og bjó
á Kvíabekk (Landnáma, 3. part, 11. kapítula).
74. Heiðin: Nú almennt kölluð Reykjaheiði, almannavegur milli
Ólafsfjarðar og Upsastrandar, og er vegurinn af heiðinni úr ólafs-
firði ofan á Upsadal, og ber það vel saman við söguna, en líklegast er
það skakkt í sögunni, sem segir: „og ætluðu til Svarfaðardals um
nóttina til Narfa“, því Narfi bjó á Hellu á Árskógsströnd (sjá 8.
kapit.), vinur Guðmundar ríka, því varla munu þeir hafa viljað
gista hjá Svarfdælum, fjandmönnum sínum, þó svo færi fyrir þeim
sökum hríðar og ófærðar. Var það meðaldagganga frá Kvíabekk og
að Hellu í skammdegi í góðri færð. Hafa þeir villst, því beinna var
fyrir þá að koma ekki að Upsum og fara ofan Böggvestaðadal, og
gátu þeir þá farið hjá bæjum í Svarfaðardal.
74. Hofsá: Bær næstur fyrir sunnan Hof í Svarfaðardal. Þar bjó
50 Höröubrekka mun vera það rétta, sbr. Valla-Ljóts saga, udgivet for Sam-
fund til udgivelse af gammel nordisk litteratur ved Jónas Kristjánsson,
Kbh. 1952, bls. 15; Höfðabrekka er lesháttur úr ómerkum handritum.