Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Bjarni eður Björn bróðir Þorvarðar, sem Eyfirðingar drápu. Skakkt
er það í sögunni: „Sigmundur fékk sér skip og kom um nóttina til
Hofsár (á að vera skíöi), því fara varð fram sveitina en ekkert
með sjó.51
75. Tjörn í Svarfaðardal: Nú prestssetur (sjá uppdrátt fslands)
og dregur nafn af stórri tjörn fyrir neðan bæinn og stendur næstum
móti Völlum.
76. Sauðadalur: Enginn dalur er nú til með því nafni, en menn
geta til, að það sé Syðraholtsdalur, því Tjörn á þar ítak.52
8. kapítuli.
77. Rísum: Hrísir heitir bær austan til við Svarfaðardalsá og hef-
ur sá bær verið á vegi fyrir þeim frændum.53
78. Dalsbær: Það bæjarnafn er nú ekki til og ekki vita menn,
hvar sá bær hefur verið. En eftir sögunni mætti geta til, að Há-
mundarstaðaháls sé kallaður á Hrísum (því hrís mikið vex þar), en
kot það, sem Hálskot heitir og er nú í eyði og byggt hefur verið í
Hámundarstaðalandi, hafi þá heitið Dalsbær,54 en bærinn Hrísir
ekki verið byggður, og ef það hefði verið sem nú er sagt og betur
getur staðið heima við söguna, þá hefur fundur þeirra orðið innan-
vert á Hámundarstaðahálsi, þar sem hrepparnir skiptast og Svarf-
aðardalur endar, og var þá eftir lítill kippur að Hellu til Narfa, og
því sagði Bessi: „og má vera, að vér drukknum nærri landi“.
51 Tilgáta Þ. Þ. að skip sé mislestur fyrir skíð mun vera laukrétt, sbr. Ey-
firðinga sögur 1956, bls. 250.
52 Ekki verður annað sagt en að staðkunnugum manni hljóti að finnast eðli-
legast að hér væri átt við Syðraholtsdal. Þangað áttu Tjarnarmenn senni-
lega mörg erindi og þaðan er ekki of langt til að komast á skömmum tíma
á bardagastaðinn. Jónas Kristjánsson hefur í útgáfu sinni af Valla-Ljótssögu
1952 og aftur 1956 giskað á að Sauðadal sé afbökun fyrir Sandárdal. Ekki
verður fyrir slíkt synjað, en af staðfræðilegum ástæðum er það ósennilegt.
Það er óeðlilegt að láta mann frá Tjöm eiga erindi í smádal lengst frammi
í Svarfaðardal og þaðan er óhæfilega langt til bardagans.
53 Réttara mun líklega að skilja „á Risum“ sem „á hrísum", þ. e. hríslendi,
eins og Jónas Kristjánsson í Eyfirðinga sögurn 1956, bls. 252, og reyndar
lætur Þ. Þ. í hið sama skína í næstu skýringu.
54 Þessa tilgátu Þ. Þ. um að Dalsbær hafi verið þar sem Hálskot stóð á seinni
öldum virðist Kálund hafa tekið upp eftir honum (II, bls. 101). En miklu
álitlegri er tilgáta Jónasar Kristjánssonar í Eyfirðinga sögum 1956, bls.
252, að Dalsbær handritanna sé ritaravilla fyrir Hálsbær og sé þarna átt
við bæinn á Hálsi, sbr. Vallabæ nokkru síðar í sögunni. Dalsbær virðist ekki
alls kostar eðlilegt bæjarnafn.