Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 133
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
137
79. Grímsey: Alkennd ey, liggur norðaustur út af Eyjafirði í
reginhafi. Þar er nú prestssetur og nokkrir bæir. Þangað sendi
Ljótur Björn frænda sinn um þingið. Líklegra er þó, að Þrándur
hafi búið í Hrísey og Björn farið til hans, því ofdirfska mátti það
heita fyrir Hrólf að heimsækja á einu skipi Grímseyinga, og svo
sýnist sem orð sögunnar bendi til þess, að það hafi verið Hrísey,
þar svo segir: ,,Þá mælti Þrándur: Skip fer þar inn eftir (innan
eftir) firðinum og kenni eg ferju Guðmundar, eður hverjir munu
þar vera?“ Hefðu þeir verið í Grímsey, gátu þeir ekki séð skip inni
á Eyjafirði, því sagðar eru 6 mílur frá Grímsey og í Eyjafjarðar-
mynni, því síður þekkt ferju Guðmundar. En ekki er hægt að segja
það með vissu, hvört það hefur verið svo sem hér er sagt.
Ekki vita menn nú, hvar sauðahús Ljóts hafa staðið og ekki heldur,
hvaða gil það hefur verið, sem Ljótur hljóp í, þegar hann flýði fyrir
Guðmundi ríka.55 Flestir hafa getið til, að það hafi verið Hofsgilið,
en það land hefur þó aldrei fylgt Völlum, nema hann hafi þá hlaupið
nokkuð til, áður en hann renndi sér í gilið, og hefur það verið mikil
hættuför, enda sagði Guðmundur: „Handgóður er Ljótur, og er slík-
um mönnum vel farið.“
III. Um örnefni sem við koma Bolla þætti í Laxdælu,
sem tilheyra Svarfaðardal.
1. Bærinn Háls þar sem Þorsteinn bjó, sonur Hellu-Narfa, (þessi
Narfi á Hellu vísaði leið Guðmundi ríka, þá hann gerði aðför að
Ljóti, og var vinur hans), sem bauð Bolla Bollasyni til veislu, þá
hann þægi boðið á Möðruvöllum. Bærinn ber sama nafn enn og
stendur yst í Svarfaðardalnum að austan og fyrsti bær í bæjaröðinni
og stendur vestan undir Hámundarstaðahálsi, sem aðskilur Svarf-
aðardal og Gamlaströnd56 nú almennt kallað Árskógsströnd, og bær-
inn Hámundarstaðir standa austan í hálsinum; þar var fyrsti bú-
staður Helga magra hér á landi og síðar Hámundar heljarskinns.
2. Heljardalsheiði. Iiún ber sama nafn enn, en í Svarfdælu bara
Heiði. Hún liggur milli Kolbeinsdals í Skagafirði og Svarfaðardals
og eini alfaravegur á hesti á milli Skagafjarðar og Svarfaðardals.
55 Þ. Þ. hefur síðar sannfærst um að átt sé við Hofsg’ilið, sbr. ummæli hans í
bréfinu til Sigurðar Yigfússonar, bls. 108.
su Svo í hdr.; kann að vera ritvilla fyrir Galmaströnd.