Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hjaltadalur liggur samhliða Kolbeinsdal, og skilur þá aðeins ás að
neðan. Því var hægt fyrir Hjaltasonu að sitja fyrir Bolla, og liggur
vegurinn í gegnum ásinn í djúpri dæld, sem Gróf er kölluð, og liggur
þessi ás út af Elliðanum. Það er fjall mikið og stórt. Áður stóðu
réttir í Grófinni, og sést enn merki til þeirra.
3. Skeið. Bærinn Skeið, næstur fremsta bænum að austan í
Svarfaðardal fram undir heiðinni. Þar bjó Helgi; hann átti Sigríði
frændkonu Þorsteins á Hálsi. Hann stefndi Bolla fyrir heytöku og
vergang. Þar af reis ófriður milli Svarfdæla og Bolla.
4. Krossir. Þessi bær stendur utarlega á Árskógsströnd. Þar bjó
Óttar sem fylgdi Bolla þá setið var fyrir honum í Hestanesi.
5. Hestanes, nú almennt kallað Hestanestangi eður Hestatangi.
Hann liggur sunnan og fram með Hrísatjörn hinni syðri fram að
ánni. Þar er sagt að hafi verið vað á Svarfaðardalsánni til forna,
en nú aflagt fyrir sandbleytu, og er nú vaðið nokkru framar. Þessi
tangi er skammt frá bænum Hrísum, sem getið er í Valla-Ljóts sögu,
en Háls næsti bær við Hrísir beint upp undan. Svo skammt var að
fara fyrir Þorstein og Helga til vaðsins til fyrirsáturs fyrir Bolla,
og ber þetta allt vel saman við söguna og eins að Óttar hafi keyrt
hestinn þversum heim á Velli til Ljóts, og hafa þeir hlotið að berjast
nokkuð lengi, því æðilangur vegur er til Valla, en góður yfirferðar.
Eftir sögunni er að merkja og er líkast að Þorsteinn og Helgi hafi
verið komnir yfir ána og setið fyrir Bolla á vesturbakkanum, þegar
þeir Bolli komu að vaðinu, og Helgi snúið fram á ána á móti þeim
Bolla og verið kominn skammt frá bakkanum á ísinn, þegar Bolli
skaut spjótinu til hans og hann þá hrotið í vökina, sem var við bakk-
ann, en þeir Þorsteinn sótt Bolla austur yfir ána, því í sögunni er
sagt, að í Hestanesi hafi fundurinn orðið.