Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi vann um tíma í safninu seinni
hluta vetrar að viðgerðum safngripa svo sem verið hefur mörg
undanfarin ár. Þórður Tómasson safnvörður í Skógum vann einnig
nokkuð að heimildasöfnun fyrir þjóðháttadeild og að samningu
spurningaskráa þjóðháttadeildar.
Margrét Gísladóttir handavinnukennari vann í safninu um sum-
arið og hreinsaði og lagfærði tvær gamlar ábreiður, en að öðru leyti
vann hún að viðgerð á gobelinofnum stóláklæðum fyrir skrifstofu
forseta Islands.
Almennt um safnstörfin.
Hin almennu safnstörf eru með svipuðum hætti frá ári til árs,
ýmiss konar innivinna í safninu og margvísleg störf utan þess,
einkum við fornleifaeftirlit og eftirlits- og viðgerðarstörf gömlu
bygginganna sem getið verður nánar í sambandi við þær.
Á árinu var talsvert unnið að viðgerðum og breytingum á raf-
kerfi hússins, sem er liður í allsherjarviðgerð þess.
Árni Björnsson safnvörður hefur samið eftirfarandi greinargerð
um starfsemi þjóðháttadeildar á árinu:
,,Á árinu voru að venju sendar út tvær spurningaskrár. Kom hin
fyrri í apríl og bar heitið „Maðurinn — þættir úr þjóðtrú". Var þar
spurt um trú fólks á skapgerðareinkennum manna eftir útliti og
líkamsbyggingu, ennfremur um þjóðtrú varðandi neglur, tennur,
vörtur, hiksta, hnerra o. fl.
Seinni skráin (nr. 30) var send út í nóvember og var það síðasta
skráin að sinni sem fjallar um heyannir. Var nú spurt um upphaf
sláttar, slægju, sláttulag, brýnslu, dengingu og álagningu ljáa, rakst-
ur og flekkjun á ljáteig, inniteppudaga, sláttuvélar og sagnir um
frækna sláttumenn.
Á árinu bættust 342 númer í heimildasafn deildarinnar, og voru
því við árslok komin 3497 númer í þetta safn.
1 júlímánuði var farin 2ja vikna ferð um Húnavatnssýslur báðar
í þeim tilgangi enn sem fyrr að afla nýrra heimildarmanna og safna
efni. Er hið fyrra atriðið ekki síður mikilsvert til að fjölga hinum
ómetanlegu heimildarmönnum og fylla í þau skörð sem sífellt verða
eftir lífsins hlaupi.
Safnvörður deildarinnar sótti (ásamt Elsu E. Guðjónsson) fund
norræna safnmannasambandsins (Skandinavisk museumsforbund) í