Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1974
145
töflu úr Þjóðminjasafni, eftir Ófeig Jónsson, úr Klofakirkju. Taflan
er máluð 1830, afar skemmtilega gerð en var farin að flagna talsvert.
Verður gert við töfluna í Statens Museum for Kunst. — Sömuleiðis
voru fjórar fjalir úr dómsdagsmyndinni frá Bjarnastaðahlíð sendar
til viðgerðar í The British Museum um vorið, en fjalir þessar eru
mjög illa komnar sökum gamals fúa.
Þjóðminjavörður fór um Austurland síðari hluta júlímánaðar, til
athugunar og eftirlits með ýmsum stöðum og var einnig komið við á
nokkrum stöðum á Suður- og Norðurlandi. Skoðaðar voru ýmsar
kirkjur og kirkjugripir, en einkum var tilgangurinn að athuga
gamlar byggingar á Djúpavogi (Löngubúð), Teigarhorni og Seyðis-
firði, rústirnar í Gautavík, byggðasafnið á Skriðuklaustri, bæinn á
Grænavatni í Mývatnssveit, Hólum í Eyjafirði og gömlu bygging-
arnar í Skagafirði. Var þó komið víðar og fleira athugað sem athuga
þurfti.
Þjóðminjavörður fór til Grænlands í boði danska þjóðminjasafns-
ins, en þangað komu safnmenn frá öllum Norðurlöndunum til að
athuga um möguleika á sameiginlegum fornleifarannsóknum í Eystri-
byggð, skammt frá Brattahlíð. Var farið til Grænlands 14. ágúst og
dvalist í rétta viku, til 21. ágúst. — P. V. Glob, þjóðminjavörður
Danmerkur, átti upptökin að hugmynd þessari, en hann og Knud
Krogh arkitekt, sem annast hefur rannsóknir á Grænlandi undan-
farin ár, voru þar fyrir og skipulögðu skoðunarferðir um nágrennið.
Búið var í hótelinu í Narssarssuaq en farnar dagsferðir til Bratta-
hlíðar, Garða, Hvalseyjar og gengið um Qordlortoq-dal, en
þar eru einar átta fornar, norrænar bæjarrústir sem áform eru
uppi um að rannsaka í sameiginlegum norrænum leiðangri ef fé
fæst. Þessar rústir eru afar merkilegar og meðal þeirra eru a. m. k.
tveir kirkjustaðir, og má vera að með heildarrannsókn á byggðinni
mætti fá einhver skýrari svör en hingað til við þeirri spurningu,
hvers vegna, hvenær og hvernig byggð norrænna manna eyddist á
Grænlandi í lok miðalda.
Ekki er þó fullséð um hvort fé fæst til rannsóknanna svo sem
vonast er til, en stefnt er að því að undirbúningur rannsóknanna
geti hafist 1975—1976.
Þjóðminjavörður fór til Rússlands, Moskvu og Leningrad, hinn 26.
ágúst vegna sýningar sem gerð var í tilefni 1100 ára afmælis Islands-
byggðar og send var þangað. Sýningin var fyrst sett upp í Leningrad
en síðan í Moskvu, en á heimleiðinni var ákveðið að sýningin yrði
sett upp í Varsjá.
10