Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 149
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
Aðalfundur 197U-
Aðalfundur Hins íslenska fornleifafélags fyrir árið 1974 var haldinn í forn-
aldarsal Þjóðminjasafnsins hinn 9. desember 1974 og hófst kl. 8,30. Fundar-
gestir voru 40—50.
Formaður dr. Jón Steffensen setti fundinn og minntist síðan þeirra félags-
manna sem spurst hefur að látist hafi síðan síðasti aðalfundur var haldinn.
Þeir eru:
Árni Kristjánsson menntaskólakennari, Akureyri.
Bergsteinn Kristjánsson skattritari, Reykjavík.
Eggert Einarsson héraðslæknir, Reykjavík.
Guðbrandur Magnússon forstjóri, Reykjavík.
Guðni Jónsson prófessor, Reykjavík.
Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur, Reykjavík.
Sigurður Nordal prófessor, Reykjavík.
Sveinn Stefánsson frá Tunguhálsi.
Tómas Vigfússon húsasmíðameistari, Reykjavík.
Valdimar B. Valdimarsson bílstjóri, Reykjavík.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við minningu þessara félags-
manna.
Formaður skýrði frá því að á þessu ári hefðu 22 nýir félagar bæst í félagið.
Kvað hann félagatöluna standa mikið til í stað og hvatti til þess að menn legðu
sig fram um að útvega félaginu nýja félagsmenn.
Árbók félagsins fyrir 1974 kvað formaður nú vera í setningu.
Þessu næst las varaféhirðir Þór Magnússon upp reikninga fyrir 1973 í for-
föllum Gísla Gestssonar féhirðis. Hafði reikningurinn vei'ið endurskoðaður.
Orðið var gefið laust og tók þá Kristján Eldjárn til máls og skýrði frá að
búast mætti við hækkun árgjalds vegna prentkostnaðar Árbókar, sem gera má
ráð fyrir að nú hækki mjög mikið. Fór ræðumaður nokkrum orðum um mögu-
leika til tekjuöflunar fyrir félagið og hvatti fundarmenn til að hugleiða málið.
Formaður gaf nú fyrirlesara fundarins orðið. Þór Magnússon þjóðminja-
vörður flutti erindi um för sína til Grænlands síðastliðið sumar og sýndi fjölda
litmynda frá byggðum miðaldamanna í Eystribyggð. Gerðu menn góðan róm að
og til máls tóku um efni erindisins Kristján Eldjárn, Ólafur Halldórsson, Svein-
björn Rafnsson. Bar þar meðal annars á góma fornminjaskráningu hér á landi
og svaraði Þór Magnússon þjóðminjavörður fyrirspurn Sveinbjarnar um það
mál.
Fleira gerðist ekki og sleit formaður fundi.
Jón Steffensen
Kristján Eldjárn