Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 149

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 149
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU Aðalfundur 197U- Aðalfundur Hins íslenska fornleifafélags fyrir árið 1974 var haldinn í forn- aldarsal Þjóðminjasafnsins hinn 9. desember 1974 og hófst kl. 8,30. Fundar- gestir voru 40—50. Formaður dr. Jón Steffensen setti fundinn og minntist síðan þeirra félags- manna sem spurst hefur að látist hafi síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir eru: Árni Kristjánsson menntaskólakennari, Akureyri. Bergsteinn Kristjánsson skattritari, Reykjavík. Eggert Einarsson héraðslæknir, Reykjavík. Guðbrandur Magnússon forstjóri, Reykjavík. Guðni Jónsson prófessor, Reykjavík. Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur, Reykjavík. Sigurður Nordal prófessor, Reykjavík. Sveinn Stefánsson frá Tunguhálsi. Tómas Vigfússon húsasmíðameistari, Reykjavík. Valdimar B. Valdimarsson bílstjóri, Reykjavík. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við minningu þessara félags- manna. Formaður skýrði frá því að á þessu ári hefðu 22 nýir félagar bæst í félagið. Kvað hann félagatöluna standa mikið til í stað og hvatti til þess að menn legðu sig fram um að útvega félaginu nýja félagsmenn. Árbók félagsins fyrir 1974 kvað formaður nú vera í setningu. Þessu næst las varaféhirðir Þór Magnússon upp reikninga fyrir 1973 í for- föllum Gísla Gestssonar féhirðis. Hafði reikningurinn vei'ið endurskoðaður. Orðið var gefið laust og tók þá Kristján Eldjárn til máls og skýrði frá að búast mætti við hækkun árgjalds vegna prentkostnaðar Árbókar, sem gera má ráð fyrir að nú hækki mjög mikið. Fór ræðumaður nokkrum orðum um mögu- leika til tekjuöflunar fyrir félagið og hvatti fundarmenn til að hugleiða málið. Formaður gaf nú fyrirlesara fundarins orðið. Þór Magnússon þjóðminja- vörður flutti erindi um för sína til Grænlands síðastliðið sumar og sýndi fjölda litmynda frá byggðum miðaldamanna í Eystribyggð. Gerðu menn góðan róm að og til máls tóku um efni erindisins Kristján Eldjárn, Ólafur Halldórsson, Svein- björn Rafnsson. Bar þar meðal annars á góma fornminjaskráningu hér á landi og svaraði Þór Magnússon þjóðminjavörður fyrirspurn Sveinbjarnar um það mál. Fleira gerðist ekki og sleit formaður fundi. Jón Steffensen Kristján Eldjárn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.