Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Qupperneq 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Qupperneq 42
104 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS en laufakökurnar íslensku.2 Þá hafa þunnar, stökkar hcllubakaðar kökur lengi þekkst í Noregi, en þær eru óflúraðar, aðeins pikkaðar.1 Ekki verður nú vitað hve langt er síðan fyrst var skorið laufabrauð á íslandi. Til skamms tíma hefur elsta heimild um það almennt verið talin frá 1772, er Bjarni landlæknir Pálsson hélt Sir Joseph Banks og fylgdar- liði hans veislu að heimili sínu í Nesi við Seltjörn haustið (6. október4) 1772, miðdcgisverð sem gestirnir höfðu óskað eftir að framreiddur væri „öldungis eins“ og fyrir íslendinga, eins og lesa má í ævisögu Bjarna læknis ritaðri 1799 af Sveini Pálssyni, tengdasyni hans, og útgefmni að Leirárgörðum aldamótaárið 1800.5 Segir þar enn fremur urn málsverð þennan, að þeim hafi verið borinn margs konar íslenskur matur — án þess þó að tckið sé fram að hann væri algcngur6 — í lokin silungur og laufabrauð. Til „áréttis" fengu menn hákarl og hvalrengi, en við það kváðu þeir liafa misst alla matarlyst!7 Þess skal getið að í frásögn af mat- arboði þessu eftir einn gestanna, Uno von Troil, síðar erkibiskup í Uppsölum, prcntaðri þar í borg 1777, er laufabrauð ekki nefnt heldur bakelse, þ.e. kökur eins og segir í íslenskri útgáfu ritsins, Brcf frá íslandi, frá 1961.8 Fyrir nokkrum árum — nánar til tekið snemma árs 1979y — veitti ég því athygli í seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands að laufabrauð var nefnt í íslensk-latnesku orðabókarhandriti, AM 433 fol., cftir Jón Ólafs- son frá Grunnavík (f. 1705, d. 1779). Bókina sanrdi liann að mestu á árunum 1734-1754, kaflann þar sem laufabrauðið kemur fyrir líklega um 1736, eftir því sem scgir. í doktorsritgerð Jóns Helgasonar prófessors um Jón frá 1926.10 Hér er því um liðlega þrjátíu árum eldri heimild að ræða en ofangreind veislufrásögn í ævisögu Bjarna, jafnvel nær sex og hálfúm tug ára eldri sé miðað við ritun hennar. Lýsing Grunnavíkur- Jóns á laufabrauði er svohljóðandi: „lavfa bravd, panis frondosus, qvi é puro tritico depsatus, tenuis qvidem, sed variis formis et figuris disse- catus, et butyro unctus igne coqvitur, estqve illis panis dulciarius." Á íslensku, í þýðingu sem dr. Jakob Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Orðabókar Háskólans, var svo vinsamlegur að láta mér í té - en hann vann það þrekvirki að taka upp orð og orðskýringar Jóns og færa á seðla hjá stofnuninni - cr skilgreiningin á þessa leið: „Laufa brauð, laufótt brauð, sem hnoðað er úr hreinu hveiti, en þunnt og útskorið með margvíslega löguðum myndum, smurt með smjöri og soðið yfir eldi; það er þeim [þ.e. íslendingum] sætabrauð.“ Að þessari heimild fundinni má telja að laufabrauð sé að minnsta kosti um 250 ára gamalt með íslendingum. í ævisögu Bjarna læknis Pálssonar er hvorki getið um gerð né efni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.