Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 43
UM LAUFABRAUÐ 105 2. myml. Laufabrauð, skorið 1987. Kakan til i’iustri cr úr rúginjöli og hvciti ril hchiiiitga og soðin í tólg; sú til lia'gri úr livciti og soðiu í sinjöri. Þvermál mcst 16,5 og 16 au. Ljósm.: Giiðiniiiidur Ingólfssoti/íitiynd. - Laufabrattð, leafbread, cut 1987. Tlic brcad to thc left is madc froiu halfryc, lialf ivlicat flour and boiled iu tallow (slteep’s fat), the one to thc right from wheat jlour and boilcd itt butter. laufabrauðsins sem borið var hinum erlendu gestum 1772, en athygl- isvcrt er að bæði í orðabók Jóns Grunnvíkings sem og í elstu íslensku matreiðslubókinni, útgefinni að Leirárgörðum árið 1800, þ.e. sania ár og ævisaga Bjarna, segir að laulabrauð sé úr livciti og soðið í smjöri. Matreiðslubók þessa, Einfiildt Matreidslu Vasa=Qver, fyrir heldri manna Húss=freyjur, tók Magnús Stephensen dómstjóri og síðar konferensráð saman, að eigin sögn, en gaf út í nafni mágkonu sinnar, Mörtu Maríu Stephensen, og ritaði formála að undir nafni Stefáns bróður síns, eigin- manns hennar, síðar amtmanns á Hvítárvöllum.11 Frásögn Magnúsar af laufabrauði er á þessa leið: „Laufa-braud edur kökur af hveiti-deigi, vættu í sikur-blandinni góðri mjólk edur rjóma, útskornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, ad frá þeim þarf ecki meira ad segja.“12 II Aðeins örfáar heimildir eru kunnar um laufabrauð frá 19. öld; engar geta talist eldri að heimildargildi en frá um 1840, og ekki eru neinar þeirra festar á blað fyrr en nálægt lokum aldarinnar. í grein sinni, „Fyrir 40 árum,“ sem prentuð var 1892, nefnir Þorkell Bjarnason brauð sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.