Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 45
UM LAUFABUAUÐ 107 vcrið „brauðturnar," undirlagið „fjórar eða fimm lauf'akökur,“ og ofan á þær hafi svo vcrið „hrúgað lummum, klcinum, pönnukökum, skonrokskökum og hagldabrauði. “I7 í þessari grcin Ólafs kemur cinnig fram að hann hafi haft spurnir af brauðveislum í Mývatnssvcit og á Flateyjardal.18 Um tilbúning laufabrauðsins segir Ólafur enn fremur í fyrri grcin sinni: „Laufabrauðið er búið til cins og venjulegt fiatbrauð, en þó eru kökurnar víst nokkuð þynnri. Það er skorið í það alls konar útflúr, með hnífum og öðrum verkfærum, svo sumar kökurnar eru ekki annað en rósaverk, sem kökuröndin heldur saman. Svo eru kökurnar stciktar í smjöri eða annarri feiti og festist þá rósaverkið, þegar kökurnar kólna, ef þær hafa annars ekki skemmzt í meðferðinni.“ly í lýsingu móður hans segir að laufakökurnar hafi vcrið „úr sigtuðu rúgmjöli, flattar þunnt út og allar útskornar með laufum og rósum.“2() Tvívegis er getið um laufabrauð í íslenzkum þjóðháttum eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, annars vegar í lýsingu á brauðveislum byggðri á frásögn móður höfundar21 og ofangrcindri frásögn Sigríðar Ólafsdótt- ur,22 hins vegar í upptalningu á mat þeim sem mönnum var skammt- aður aðfangadagskvöld og þá vitnað í fyrri grein Ólafs Davíðssonar.23 Samkvæmt lýsingu Jónasar á brauðveislum fékk hver maður venjulega því sem næst tvær eða þrjár laufakökur, tvær lummur, tvær pönnu- kökur tvíbrotnar, skonroksköku og hagldarköku. Engar upplýsingar er að finna hjá Jónasi um cfni eða gcrð laufabrauðs. Enn er getið um laufabrauð án nánari lýsingar í sambandi við brauð- veislu, afmælisveislu, sem Kristín (f. 1849), dóttir Eggerts Briem sýslu- 4. mynd. Laufabrauð skorið 1973. Glúggi og sól. Ljósni.: Kristján Pctur Guðnason. — Lauja- brauð, leaf brcad, cnt 1973. Window and sun designs.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.