Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 48
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
laufabrauð á 19. öld orðið alþýðu manna á Norður- og Norðausturlandi
jólabrauð og, um tíma, veislukostur, með því að nota ódýrara hráefni
— mjöl og tólg - sem frenrur var á hennar færi að veita sér á hátíðum
og tyllidögum.
IV
6. mynd. Laufabranðsskiirðiir, skýringannynd. Skorið
í kökuna tvöfalda, henni jlett suiidnr og annað hvert
laufbrctt upp. Ur Húsfreyjunni, 4. tbl. 1973. - Dia-
gratnfor cutting leafbread. Thc brcad is folded and cut
on thc double, then opencd up and every second „leaf'
folded back.
Því miður lýsa hvorki Jón
Grunnvíkingur né Magnús
konferensráð skurðinum á
laufabrauðinu nánar en fram
kom hér í fyrsta kafla, þ.e.
annars vegar að brauðið sé
laufótt og útskorið með
margvíslcga löguðunr mynd-
um og hins vegar að kök-
urnar séu útskornar ýmis-
lega. Ekki eru heldur kunnar
nákvæmar lýsingar á laufa-
brauðsskurði frá 19. öld. í
fyrri grein Ólafs Davíðs-
sonar kemur aðcins fram að
í brauðið hafi verið skorið
alls konar útflúr með hnífum
og öðrum verkfærum, og
sumar kökurnar ekki verið
annað en rósaverk; í þeirri
seinni að þær hafi verið allar
útskornar með laufum og
rósum. Elín Briem, í Kvenna-
fræðaranwn, er jafnvel enn
fáorðari um skurðinn, nefnir
einungis að lauf séu skorin í
kökurnar.
Elsta þekkta heimild þar
sem ítarlega eru rædd og
útlistuð skurðarmunstur í
laufakökum er raunar aðeins
rúmlega fimmtíu ára gömul,
grein Jóhanncsar Friðlaugssonar sem áður er nefnd. Er þar bæði lýst
kökugerðinni sjálfri og skurðinum. Venjulega var skorið með vasalmíf,
7. myiid. Bókmcrki ásamt skýringum. Úr fóndurbók
eftir Lagertha Broch, Morskab for born, prentaðri í
Kristjaníu 1909. - Book mark witli diagrams of
manner of execution, frotn a hand craft book for children
by Lagertha Broch, Morskab for born, printed in
Kristiania 1909.