Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 49
UM LAUFABRAUÐ 111 cii Jóhanncs grcinir frá því að þá hann var barn hafi honum vcrið sagt „að áður fyrr hcfði oft verið notuð laufabrauðsjárn við skurðinn. ... Voru þau búin til úr þunnu járni og beygð þannig, að þegar þeim var þrýst niður á kökurnar skáru þau laufin á þær.“34 Má af þcssu nokkuð ráða um skurð á seinni hluta eða undir lok 19. aldar, og kunna enda verkfærin til laufabrauðsskurðar sem Ólafur Davíðsson minnist á, að hafa verið þessarar tegundar. Með grein Jóhannesar eru birtar myndir til skýringar á skurðinum og af ýmsum nafngreindum munstrum, svo sem bóndaskurði, skammdegissól, rós, bóndabæ, jólatré og nrúsaslóð. Einnig segir hann frá því að algengt hafi vcrið að skera í kökurnar áletr- anir ýmsar, svo sem gleðileg jól og góða nótt, og enn fremur fanga- mörk. Hafa munstur af þessu tagi haldist fram á okkar daga. Eins og kunnugt er, eru allflest þessi skurðarmunstur gcrð úr röðum af skásettum laufum sem mynda nokkurs konar fléttur þcgar búið er að bretta upp annað hvert þeirra með sérstökum hætti. Ekki þekkjast til- svarandi fléttur í erlendri brauð- og kökugerð, og mætti því ætla að hér væri um séríslenska skrautgerð að ræða. Svo er þó ekki, þótt einungis hafi fundist hliðstæða úr alls óskyldum efniviði. Er það bókmerki úr pappír senr greint er frá í þýskri föndurbók fyrir börn sem út kom í danskri þýðingu í Kristjaníu 1909, Morskab for born, eftir Lagertha Broch, en á bókmerki þessu eru klippt og uppbrotin lauf nákvæmlega sömu tegundar og á laufabrauðunum íslensku!34 Væri fróðlegt ef eldri dæmi um samskonar föndurvinnu fyndist með nágrannaþjóðum okkar. Kynni þá að fást skýring á uppruna þessarar tegundar laufabrauðsskurð- ar.36 6.2.1987 TILVITNANIR 1. Hins vcgar hefur höfundi, eftir að frumgcrð þcssarar ritsmíðar var birt, verið bcnt á að tilsvarandi brauðgerð tíðkist á Indlandi, og að frá því hafi vcrið sagt í íslensku dagblaði fyrir nokkrum árum, sjá [Auður Styrkársdóttir], „Búsýslan. Laufabrauð og indversk systurbrauð," Þjóðviljinn, 6. desembcr 1983, bls. 13. 2. Árni Björnsson, Saga daganna. Hátíðir og merkisdagar á íslandi og uppruniþeirra (Reykja- vík, 1977), bls. 109. Idem, I jólaskapi (Reykjavík, 1983), bls. 56. 3. Sigríður Kristjánsdóttir, „Búið til laufabrauð fyrir jólin," Húsfreyjan, 24: 4: 22, 1973. 4. Haraldur Sigurðsson, „Inngangur," í Uno von Troil, Bréf frá íslandi (Reykjavík, 1961), bls. 26. 5. Svcinn Pálsson, Ævisaga Bjarna Pálssonar ([2. útg.]; Akureyri, 1944), bls. 72. 6. Sbr. Árni Björnsson (1977), op. cit., bls. 109. 7. Sveinn Pálsson, op. cit., bls. 72. 8. Uno von Troil, Bref rörande en resa til Island MDCCLXXII (Upsala, 1777), bls. 85: „För at dock försöka all ting, utbodo vi oss cn gáng, dá vi til middagen voro budne til Landt-Physicus Bjarnc Poulscn, dct han ville láta tillaga máltidcn aldcles sont för
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.