Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Qupperneq 55
ÁRNI BJÖRNSSON
ELDBJÖRG
Affaradagur jóla
Orðið affara(r)dagur virðist ýmist merkja burtfarardag, síðasta dag
eða daginn cftir, og er raunar ekkert því til fyrirstöðu, að þetta geti allt
átt við rök að styðjast. Það kemur alloft fyrir í bókum frá 13. og 14.
öld, og ýmist í sambandinu affaradagur jóla eða affarardagur veislu,
sem stundum er reyndar jólaveisla. Fyrst skulu færð fram dæmi um
veislulok:
í Þorláks sögu segir frá veislu í Bæ í Borgarfirði, sem af samhenginu
virðist eiga sér stað í vísitasíufcrð biskups að sumarlagi:
Affarar dag (affara daginn) veislunnar gaf Högni biskupi sæiniligar gjafir.1
I Þorsteins þætti uxafóts er um jólaveislu að ræða:
Fór veislan fram, og affaradag vcislunnar áður menn skyldu burt fara, gekk f>or-
steinn fyrir ívar.2
í Söguþætti af Hákoni Hárekssyni segir einnig frá jólaveislu:
Og affarakvcld veislunnar, sem frá skal ríða um myrgininn cftir, er drukkið lengi
á nótt fram.3
f síðasta dæminu er augljóst, að um er að ræða síðasta kvöld sjálfrar
veislunnar, en í hinum dæmunum eru áhöld um, hvort átt er við loka-
dag hennar eða daginn eftir að veislu lýkur. Svipuðu máli gegnir um
sum dæmi varðandi jólalok, enda hafa útgefendur ýmist álitið, að þar
væri átt við 6. eða 7. janúar, þ.c. þrettándann eða daginn eftir þrett-
ánda. En ekki er vitað til, að íslendingar hafi látið jólin standa lengur
en til þrettánda, þótt slíkt þekktist í öðrum löndum eins og getið mun
verða (sjá bls. 119-120). Skulu þessi dæmi nú rakin.
í Magnúss sögu blinda og Haralds gilla í Heimskringlu segir:
En affaradag jólanna þá lct Haraldur konungur blása til brautlögu liðinu.
Og í Hákonar sögu herðibreiðs segir: