Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 57
ELPBJÖKG 119 Spurningin er þá sú, hvort affaradagur mcrki síðasta dag eða daginn eftir hann. Dærnið úr Hákonar sögu herðibreiðs á afdráttarlaust við daginn cftir. Affaradagur jóla er þar laugardagur árið 1161, þegar Greg- oríus Dagsson fellur samkvæmt áðurgreindri tilvitnun í Heimskringlu. Og sá dagur var 7. janúar samkvæmt tímatalsreikningi miðalda." Orðið affarakveld í söguþættinum af Hákoni Hárekssyni rekst engan veg á þá merkingu, því að eðlilegt má virðast að kalla kvöldið fyrir burtfarardag affarakvöld. Menn ríða ekki burt úr veislu að kvöldlagi, heldur drekka fram á nótt og halda brott morguninn eftir, affaradaginn, sumir að fengnum þeim afréttara, sem nefnist hestaskál. Þetta er enda í samræmi við ákvæði þjóðveldislaga um tímalengd jólanna, scnt þannig hljóða: Jóla helgi cigum vér að halda á landi hér. L>að cru dagar þrcttán.12 Dæmin úr Haralds sögu gilla, Valla-Ljóts sögu og Þórðar sögu hreðu styðja einnig þennan skilning. f öllum þrem tilvikum er búist til bar- daga eða fyrirsátar, um leið og jólagrið eru á cnda. En sektir við mann- vígum voru að sjálfsögðu langtum harðari, ef þau voru framin, meðan jólahelgin gilti. Enda segir svo framan við fyrstnefnda dæmið úr Heimskringlu: Haraldur kom til Björgynjar jólaaftan og lagði liðinu í Flóruvoga og vildi eigi bcrj- ast um jólin fyrir hclgi sakir. Hins vegar er bardaginn undirbúinn og varnarvirki smíðuð öll jólin nema þrjá helgustu dagana, þótt orrustan sjálf hefjist ekki fyrr en affara- dag jólanna. Og í Þórðar sögu hreðu fer Össur strax um nóttina fyrir affaradag jólanna til að sitja fyrir Þórði, þ.e. um leið og jólagrið eru x . 13 Utl. Önnur dænti úr fornritum segja hvorki af né á varðandi þetta atriði. Vogaskálar hníga því í þá átt, að affaradagur jóla merki daginn eftir að jólahaldi lýkur. Því er hins vegar ekki fullsvarað, hvaða mánaðardagur var síðasti dagur jóla. íslendingum virðist jafnan hafa þótt sjálfgeftð, að það væri þrettándinn 6. janúar, nema einhverjir séu orðnir svo nýengilsaxaðir, að þeir telji það vera annan í jólum. En í orðabók Fritzners yfir ’det gamle norske Sprog’ frá 1886 segir við affaradag jóla: sidste eller tyvende Dag i Julen. Þetta er reyndar leiðrétt í viðbótarbindinu frá 1972 og orðið þá talið merkja 7. janúar. Eldri skýring Fritzners er hinsvegar ekkert undr- unarefni, því að frá því um 1700 höfðu lok jólanna víðsvegar í Svíþjóð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.