Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 87
FORNLEIFAKANNSÓKN AÐ SUPURGÖTU 7 ( REYKJAVÍK 149 Lag 3B — Ofan við lag 3 var móöskulag á suðvestanverðri lóðinni. Pað var um 0.10—0.20 metra þykkt. Það sást á 1.90 metra löngum kafla í jarðvegssniði A-B. Móöskulagið náði út fyrir uppgraftrarsvæðið yfir á lóð Suðurgötu 13 (teikn. 1,12). Lag 4 — Ofan við lag 3B var 0.30—0.60 metra þykkt rauðbrúnt mold- arlag. í moldinni voru viðarkolaleifar og móaska. í þessu lagi voru girðingarundirstöður (a,b,c,d,e,) og einnig hús I (teikn. 2,3,5). Lag 4B - Ofan við lag 4 var dökkbrúnt moldarlag. Það var 0.25-0.80 metra þykkt og var blandað smásteinum, sandi og viðarkolum. Lag 4C — Efst var unr 0.02—0.10 metra þykkt grasrótarlag (grasrætur, svarbrún rnold og viðarkolaleifar). Árangur rannsóknarinnar A. Sunnanverð lóð Á sunnanverðri lóðinni reyndust einungis vera byggðarleifar frá 19. öld. Voru það steinahleðslur, sem líklega hafa verið undirstöður girð- inga á lóðinni, og hluti af smiðju, sem Teitur Finnbogason byggði árið 1842. Girðingarundirstöður Leifar girðingarundirstaða komu í ljós þegar skurðir á sunnanverðri lóðinni voru grafnir. í skurðum A-B og G-H reyndust vera fimm aðgrcindar steinahleðslur (a,b,c,d,e). Milli hleðslanna voru 0.40-0.80 metrar. Hleðslurnar lágu í beinni línu frá NV-SA, og voru grafnar um 0.80 metra niður fyrir yfirborð lóðarinnar, niður í lag 4 (teikn. 2,5). Hleðslurnar voru hlaðnar úr frekar smáum ávölum steinum, sem voru 0.10-0.20 metrar í þvermál. í miðju allra hleðslanna voru viðar- leifar. Á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar sjást girðingar á því svæði sem steinahleðslurnar fundust (myndir 1 og 2). Hús I í SA-verðum skurðum C-D, E-F og G-H, komu í ljós hellur (teikn. 3-5). Þar var tekið ofan af um 17 x3.20 metra svæði. Undir voru steinar (,,cc“), sem lágu í tvöfaldri röð (NA-SV) (teikn. 12). Annar flötur þeirra var sléttur og sneru sléttu fletirnir hvor á móti öðrum. Milli raðanna voru urn 0.22 metrar. Steinaraðirnar voru um 11.80 m

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.