Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 95
FORNLEIFARANNSÓKN AP SUÐURGÖTU 7 [ REYKJAVÍK
157
að efni sem verða til við eldgos og berist í lífrænt efni hérlendis, valdi
því að niðurstöður aldursákvarðana gefi of háan aldur.2,)
Henrik Tauber, forstöðumaður C14 aldursgreiningarstofnunarinnar í
Kaupmannahöfn, telur þessa tilgátu Ingridar ólíklega. Hann hefur
aldursgreint viðarsýni frá Bergþórshvoli, og telur að niðurstöður
þeirrar greiningar hafi ekki gefið hærri aldur en hann gerði ráð fyrir.3"
Einnig hefur þeirri hugmynd skotið upp meðal þeirra er stunda C14
aldursgreiningu, að mögulegt sé, að úthafsloftslagið hafi villandi áhrif á
niðurstöður C14 aldursgreiningar hérlendis.31
Engar ítarlegar rannsóknir hafa enn sem komið er verið gerðar á
áreiðanleika C14 aldursgreiningar á íslandi. Verður því að taka allar
niðurstöður C14 aldursgreiningar á íslenskum sýnum með fyrirvara.
Út frá þeim forsendum, sem voru gefnar til að aldursgreina hús IV,
hefur það verið í notkun á árunum 905—975 e.Kr. eða jafnvel nokkrum
áratugum fyrr eða síðar. Má í mesta lagi reikna með 50 árum til eða frá
þeim forsendum, sem Henrik Tauber gefur fyrir C14 útreikningun-
um.32 Séu útreikningar Taubers hafði í huga, virðist hús IV því vera
meðal elstu byggðaleifa, sem fundist hafa í Reykjavík cnn sem komið
er. Aldursgreiningin bendir þó til þess, að byggðaleifarnar séu um 100
árum yngri en elstu húsin við Aðalstræti.33
Niðurstaða
Árangur rannsóknarinnar á lóðinni að Suðurgötu 7 í Reykjavík varð
eftirfarandi:
Á suðurhluta lóðarinnar komu í ljós leifar smiðju, sem byggð var
1842 (hús I). Svo virðist, senr vatn hafi verið leitt í hana um ræsi úr
tjörninni.
Undirstöður girðinga lágu í NV-SV sunnan við smiðjuna (a,b,c,d,e)
og í NA-SV frá norðvesturhorni hennar (,,aa“).
Vestan við smiðjuna hefur verið öskuhaugur. Móösku hefur verið
dreift um suðvestanvert svæðið. Móöskulagið náði inn á lóð Suðurgötu
13.
Á norðanverðu svæðinu fundust leifar tveggja geymsla, sem byggðar
voru á síðari hluta 19. aldar (hús II og III).
Undir geymslunum var hús með torfveggjum (hús IV). Það var um
1.50 metrum undir yfirborði lóðarinnar. í gólfi hússins voru stoðahol-
ur, eldsprungnir steinar, viðarkol og aska. Moldin úr gólfinu var síuð
til að athuga hvort skordýraleifar leyndust í því. En þær veita oft upp-