Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 10

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 10
10 NORÐURLJÓSIÐ ir opnað dyrnar fyrir tveimur nýjum alsælutrúarstefn- um. Annað er hin mikla áherzla hans á sigur einræðisvalds Guðs og náðar hans. Kenning hans er: að Guð í Kristi kaus dauða og útskúfun (rejection) handa sjálfum sér, en handa mannkyninu líf og móttöku. Hann kennir skýrt, að einræði Guðs og náð geti ekki hindrazt af mannin- um, heldur munu hrósa sigri. En samtímis reynir hann að forðast afleiðingar þessarar staðhæfingar með því að segja, að mannleg ofdirfska leiði okkur til að segja, hvað Guð geri að lokum við manninn í eilífðinni. Það er samt sem áður augljóst, að sé ekki hægt að standa á móti Guði vegna þess, að hann er einvaldur, og ef hann hefir í Kristi ákveðið líf og móttöku allra manna, þá munu allir frels- ast. Þetta er blátt áfram hin gamla alsælukenning Or.igens, en klædd í tuttugustu aldar búning. Hún fer lengra en okkar þjóðlega alsælutrú og er þess vegna móttækilegri fyrir þá, sem hafa lengi varið kristna guðfræði fyrir árásum hinnar. Hin nýja alsælukenning er ákaflega aðgengileg, jafn- vel fyrir menn, sem eru evangeliskir. I fyrsta lagi er hún fædd og fóstruð á grundvelli kenninga evangeliskra biblíu- legra guðfræðikenninga. I öðru lagi gefur hún lausn á vandamálum viðvíkjandi syndinni, lausn, sem dregur ekki úr alvarleik syndarinnar, en sýnir einnig friðþægingu Krists, að hann dó í stað syndarans. I þriðja lagi gefur hún von — byggða á verki Kr.ists fremur en mannlegum tilfinningum eða þögn ritningarinnar — fyrir hina þrjá flokka glataðra manna. Hún gefur von um frelsun manna, sem aldrei hafa heyrt fagnaðarerindið. Hún gefur von um annað tækifæri handa þeim, til að frelsast, sem á ævidögum sínum heyrðu aðeins afbakað fagnaðarerindi. Hún gefur líka góðar vonir um annað tækifæri handa þeim, sem heyrt hafa fagnaðarerindið, en hafnað því. Þessi tvö síðustu, tælandi atriði þessa sjónarmiðs, eru mikils virði fólki, sem misst hefir ástvini, er dóu án iðr- unar. Þannig fær þessi getgátu-guðfræði gildi sitt. Þar sem hin nýja alsælutrúarstefna hefir á sér blæ af fagnaðarerindinu, af því að hún á rætur sínar að rekja í biblíulegum hugtökum, og af því að hún er svo aðlaðandi, ógnar hún öllu fagnaðarerindinu. Hætturnar, sem henni eru samfara, eru sameiginlegar öllum tegundum alsælu- trúarkenninga. Fyrsta hættan er: skilyrðislaus neitun á frjálsræði mannsins til að velja eða hafna sambandi við Guð. Ef menn trúa því, að Guð þvingi manninn með valdi eða beiti hann brögðum, þá finnst meirihlutanum í stjórn- málaflokkum eða trúflokkum sér frjálst að beita þving- un og brögðum til þess að láta hlýða sér. Stofnanir og menn hafa stundum ekki greint á milli sjálfra sín og hins Almáttuga, svo að skoðanir þeirra á Guði hafa komið fram í samskiptum þeirra við aðra menn. Önnur hættan, sem evangeliskur kristindómur er í, er á sviði kennivaldsins. í nafni biblíulegra trúarhugmynda um alræði Guðs og náð, er afneitað skýrum og ákveðnum kenningum Krists um hjálpræði, náð og eilífan dóm hinna glötuðu. Það, að neita gildi fullyrðinga, sem guðspjöllin tileinka Jesú Kristi, viðvíkjandi synd og dómi hinna iðr- unarlausu, er annaðhvort að neita kennivaldi Krists eða áreiðanleik þeirra, sem rituðu kenningar hans. H.in þriðja ógnun hinnar nýju alsælutrúar, beinist að þeim, sem fyrir utan standa. Þótt fáir menn nú á dögum taki við Kristi sem frelsara sínum vegna ótta við eilífa hegningu, þá er það þó til, að hann ýti á eftir mönnum að velja Jesúm Krist nú, til þess að þeir verði eilífa lífsins aðnjótandi. Það, að fullv.issa alla menn um, að þeir séu frelsaðir (endurleystir) nú, er að fjarlægja þessa hvöt til að velja Krist. Þetta er óhjákvæmileg afleiðing þessar- ar (alsælu) kenningar. Heyrið nú orð eins leiðtoga í ev- angeliskri kirkjudeild: „Hefir þú fagnaðarerindi handa öllum mönnuin, handa hinum arðrændu og hinum óréttlátu, handa hinum heilögu og syndurunt, handa hinum trúræknu og hinum trúlausu, handa vantrúarmannin- um, sem gefið hefir upp kristna trú? Eða er þitt fagnaðarerindi aðeins handa þeim, sem hlýða, aðeins handa þeim, sem ákveða sig, aðeins handa þeim, sem tilbiðja, svo að þitt fagnaðarerindi er tak- markað í gæðum sínum, látið fela í sér nýtt lögmál fremur en nýtt fagnaðarerindi, trúarbrögð, grundvölluð á verkum mannsins frernur en á náðarverki Guðs?“ Fjórða aðalsvið lífs og starfs sannkristinna manna, sem alsælutrúin nýja hefír áhrif á, er boðun fagnaðarerindis- ins. Alsælutrúin beinir kirkjudeildum frá því hlutverki að leita glataðra manna, en beinir þeim að vonlausri til- raun í þá átt að hafa áhrif á samfélög manna innan þjóð- félagsins án endurfæðingar einstaklingsanna, sem mynda þau samfélög. Heyrið aftur orð leiðtogans fyrrnefnda: „Eftir gamalli venju höfum við stefnt að því að fá einstaklinga, karla og konur, til að játast Jesú Kristi í trú og hlýðni og að ganga í söfnuð. En kall fagnaðarerindisins er að fá svar og ákvörðun hinna ýmsu samfélaga í heiminum, svo sem háskólans í Missisippi, Bandaríska Stálhringsins, Ameríska læknafélagsins og guðfræði- skóla sökum samfélags-lífs þeirra og „þjóðfélagslegrar siðfræði,“ þar sem þau verka sem félagslegir kraftar, sem ná út til alls þjóð- félagsins." Þegar sú afstaða hefir verið tekin, að Iitið er á alla menn sem endurleysta (frelsaða) menn, hver svo sem ákvörðun þeirra sjálfra er í málinu, þá er lítið eftir handa trúboð- anum að gera annað en boða félagslegar umbætur. Skop- lega hliðin á þessu er sú, að sé starfsskrá alsælutrúarstefn- unnar fylgt nógu lengi, munu kirkjurnar tæmast af því fólki, sem ætti að vinna að uppbyggingu þjóðfélagsins vegna kærleika síns til Krists og manna. Skilningur ó brýnni nauðsyn hverfur. Safnaðarhirðar og leikmenn í staðbundnum söfnuðuni munu óhj ákvæmilega missa ábyrgðartilfinningu sína gagn- vart glötuðu fólki, ef þeir aðhyllast hina nýju alsælutrúar- stefnu. Með glötun ábyrgðartilfinningar mun fylgja skort- ur á tilfinningu gagnvart nauðsyn þess að ná til þeirra, sem sjálfir hafa aldrei tekið ákvörðun. Og í þjóðfélagi, sem hraðbreytist eins og okkar þjóðfélag gerir, munu margir söfnuðir verða hættir að vinna fólk fyrir Krist innan minna en áratugs, ef tilfinningin gagnvart nauðsyn þess glatast. Ef hin nýja alsælutrú nær útbreiðslu í gömlu mótmælendakirkjunum, þar sem henni er bezt tekið, þa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.