Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 27

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 27
NORÐURLJÓSIÐ 27 um Anda. (Efes. 2. 18.). Hann hjálpar veikleik okkar. (Róm. 8. 16.). Við skulum svo að lokum minnast þess, að Kristur var vakinn upp frá dauðum, til þess að við mættum bera Guði ávöxt. Hinn upprisni Kristur vill fyrir heilagan Anda lifa og starfa í þér og mér, kæri bróðir eða systir í Kristi, og framleiða hjá okkur þá ávexti, sem Guði verða til dýrðar, eins og hann kennir í Jóh. 15. 1.—8. Það er því ekki okkur að þakka, þegar v.ið berum Guði ávöxt. Dýrðin öll, heiðurinn allur, þakkirnar allar, veg- semdin öll tilheyrir Guði. í sjálfum okkur, fráskilin Guði, erum við jafn þurr og ávaxtalaus eins og stafur Arons, áður en hann var borinn inn í helgidóminn. I nálægð Guðs laufgaðist hann, hlómgaðist og bar fullþroska ávexti. Kraftur Guðs, líf- ið frá Guði, gerbreytti hlutverki stafsins. Megi kraftur Guðs og líf vort Jesú Kristur gera oss hlaðin af þroskuðum ávöxtum Guði til dýrðar. Hann leiði oss og haldi oss í nálœgð sinni. ,-------x--------- MENN, SEM LIFNUÐU VIÐ 1. EGYPTINN. Amalekítar voru ræningjaþjóð. Þeir áttu heima á eyði- mörkum sunnan ísraelslands. Ef eyðimörkin var „haf“ þeirra og úlfaldinn skip þeirra, þá líktust þeir um margt víkingum liðinna tíma. Biblían skýrir frá því, að þeir gerðu eitt sinn árás á borg, þar sem Davíð bjó. Hann var þá enn ekki orðinn konungur Israels og var ekki heima með menn sína. Varð því ekkert um varnir. Enginn maður var drepinn, en Amalekítarnir rændu öllu, sem hönd festi á, og fólkinu með. Síðan brenndu þeir borgina og héldu á brott. Þegar Davíð og menn hans komu heim, fundu þeir ekkert nema kolbrunnar rústir. Allir urðu sárhryggir. Menn Davíðs kenndu honum um ógæfuna og höfðu við orð að grýta hann. Hvað hefðum við, þú og ég, tekið til bragðs í svona kringumstæðum? Hvað gerum við, ef ástvinirn.ir hverfa og vinirnir snúast á móti okkur? Eigum við nokkurt at- hvarf til að flýja til? Er nokkurt annað úrræði en það, að gefa sig sorginni og örvæntingunni á vald. Við þekkj- um sjálfsagt fólk, sem hefir gert það og jafnvel sv,ipt sig lífi. Hvað tók Davíð til bragðs? Hið sama, sem við eigum að gera, þú og ég. Hann greip í trúna á Guð sinn, sleppti henni ekki. Hann „hressti sig upp í Drottni, Guði sínum,“ segir frásagan. Hvað tákna þessi orð? Geta þau merkt nokkuð annað en það, að Davíð hugsaði sem svo: „Ég á Drottinn eftir. Hann mun hjálpa mér. Hann hef.ir gert það áður, og hann mun gera það enn.“ Hann minntist þess, að Drottinn lætur þeim launað, sem hans leita. Davíð tók að leita leiðbeininga hjá Drottni, og Drott- inn sýndi honum, að hann skyldi elta þessa ræningja og bjarga þeim, sem höfðu verið herteknir. Davíð breytti samkvæmt þessum leiðbeiningum. Hann hefir varla andartak hugsað um, að hann hafði lítið lið til að ráðast gegn þessum herskáu ræningjum. Hann fór í trausti til Drottins af stað og menn hans með honum. Suður á auðnir og sanda héldu þeir Davíð og kappar hans. Þá sáu menn Davíðs, hvar maður lá á sandinum. Hann reyndist vera nær dauða en lífi af þorsta og hungri. Þeir fóru með hann til Davíðs og gáfu honum vatn að drekka og mat að eta, „og át hann það og lifnaði við, því að hann hafði ekki mat etið né vatn drukkið í þrjá daga og þrjár nætur.“ „Og Davíð sagði við hann: Hvers maður ert þú og hvaðan ert þú?“ Hann svaraði: „Ég er egypzkur sveinn þræll Amalekíta nokkurs. Húsbóndi minn skildi mig eftir, af því að ég varð sjúkur fyrir þremur dögum. Vér gerð- um herhlaup, . . . og Ziklag brenndum vér upp.“ Og Davíð sagði v.ið hann: „Viltu vísa mér leið til ræningjaflokks þessa?“ Hann svaraði: „Vinn þú mér eið að því við Guð, að drepa mig ekki og framselja mig ekki í hendur hús- bónda míns, þá skal ég vísa þér leið til ræningj aflokks þessa. Og hann veitti þeim leiðsögu þangað.“ (I. Sam. 30. 1,—16.). Tilefni hvaða hugleiðinga gefur þessi saga? Egyptinn var þræll. Hann réði ekki ferðum sínum og stjórnaði ekki gerðum sínum. Hvernig varð hann þræll? Annað hvort hafði Amaiekítinn rænt honum eða einhver selt hann í ánauð. Hvernig ævi átti hann? Meðan hann var heilbrigður, var hann látinn strita. Þegar hann varð sjúkur, var hann skilinn eftir til að deyja. Slík geta verið örlög þræla hjá Aröbum í Norður-Afríku enn í dag, eða þannig sagð- ist frönskum flugmanni frá. Ut í sandauðnina voru þeir reknir til að deyja, er þeir gerðust gamlir og lasburða. Þeir lögðust niður og biðu dauðans, oft skammt frá heimilum húsbænda sinna. Börnin komu til að fylgjast með, hvenær þeir dæju. En líknsemi við þessa aumingja þekktist ekki, hvorki sem hugtak né athöfn. Þetta er mynd af syndinni. Hún er líka harður hús- bóndi. Ekki sýnir hún manninum meðaumkun. þegar hann hefir slitið sér út í þjónustu hennar. Þrælar hennar hljóta allir dauða. Það eru launin, sem hún geldur. Egyptinn lá ósjálfbjarga og yfirgefinn, unz menn Dav- íðs fundu hann. Hefir þú þjónað syndinni, ranglætinu, um dagana, af því að hún hefir sigrað þig og stjórnað þér? Liggur þú nú einmana og yfirgefinn á eyðisöndum mannlífsins? Finnst þér enginn skeyta um þig, hvorki Guð né menn? Sár hefir verið örvænting Egyptans, þegar hann var skilinn eftir sjúkur. Sárt hefir þorstinn kvalið hann. Ef til vill hefir hann óskað þess, að eitthvert rándýr ætti leið þar um og deyddi hann. Hafi nokkur vonarneisti um líf leynzt í brjósti hans, hefir sá neisti verið gersam- lega kulnaður, er menn Davíðs fundu hann. Þannig er það líka, að þjónar Krists hitta margan mann- inn, sem örvona liggur á eyðimörkum lífsins, skilinn þar eftir af syndinni og félögum sínum, sem þjónað hafa henni ásamt honum. Hvað geta þjónar Krists gert fyrir hann? Reynt að leiða hann til Krists eða bera hann þang- að á sterkum örmum bænaránnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.