Norðurljósið - 01.01.1965, Page 53
NORÐURLJOSIÐ
53
ann og kom þangað rispuð, forug og niðurbrotin.
Aldrei sæi hún flugdrekann sinn oftar.
Þarna skjátlaðist henni. En jafnvel þér mundi
aldrei detta í hug, hvar hún fann hann. Mamma
hennar og hún voru úti í borginni að verzla næsta
laugardag, — og þarna var hann þá í „drasl“ húð-
inni, sem seldi alls konar notaða hluti. Hún var
komin inn í búðina, áður en mamma hennar tók
eftir, að hún var farin frá henni. „Þetta er flug-
drekinn minn, þarna í glugganum, gerðu svo vel
að láta mig fá hann.“
Búðarmaðurinn leit á hana.
„Æi-jæja, skilur þú, unga stúlka, að ég veit ekk-
ert um það. Eg lét lítinn dreng fá peninga fyrir
þennan dreka. Ég býst við, að þú verðir að borga
fyrir hann, ef þú vilt fá hann. Hann kostar 45 kr.“
„O, mamma,“ sagði hún, „ég á aðeins 24 kr. —
hvað get ég gert?“
„Eg skal lána þér peningana,“ sagði mamma.
„Þegar þú ert búin að spara saman, getur þú borg-
að mér hitt.“
Jill fór heim og hélt flugdrekanum fast upp að
sér. Hún var hamingjusamari en hún hafði nokkurn
tíma verið, síðan þennan ólánsdag, er hann týndist.
Samt var það skrýtið, hún vildi ekki láta hann
fljúga, þangað til hún var búin að horga mömmu
sinni, og hún átti hann aftur.
Þá Jór hún með hann út fyrir borgina í annað
sinn og hélt með varúð utan um hann. Hún mundi
eftir öllum stundunum, þegar hún var að klippa og
sauma, líma og núa með sandpappír, og síðan . . .
allt, sem hún þurfti að spara, viku eftir viku að
hæta krónu við, unz hún var búin að borga mömmu
allt, og flugdrekinn var orðinn eign hennar aftur.
„Þú ert tvisvar sinnum minn,“ hvíslaði hún,
„tvisvar minn. Eg hjó þig til, svo keypti ég þig. Þú
ert tvisvar minn.“
Það er ekki auðvelt að skilja, hvernig Jesús
keypti okkur, „endurleysti“, okkur, eins og biblían
kallar það, með því að deyja á krossinum, en hann
gerði það. Fyrst skapaði Guð okkur, og síðan keypti
Jesús okkur, svo að við erum tvisvar hans, því að
Jesús er Guð. — Jesús er Guð.
7. PUMPUÞORP.
Pumpuþorp! Er það ekki skrýtið nafn? Ferðu
ekki að hlæja að því? Jæja, það eru margir staðir,
sem heita skrýtnum nöfnum.
Þeir höfðu ekki vatnsleiðslu í Pumpuþorpi. Alls
ekki! Það var ekki hægt að snúa krananum og láta
renna í ketilinn. En í miðju þorpinu var sléttur
völlur. Yfir hann vöguðu og kjöguðu gæsir og endur
á leiðinni út á tjörnina. En á vellinum stóð vatns-
dæla. Til dælunnar komu allar mömmurnar í þorp-
inu til að fylla fötur sínar með köldu, tæru vatni,
sem streymdi út um stútinn á gömlu dælunni. Þarna
mættust konurnar og sögðu hver annarri fréttir úr
þorpinu, áður en þær báru heim vatnið til dagsins.
Dag einn kom eitthvað hræðilegt fyrir! Dælan í
Pumpuþorpi dældi ekki öðru upp en svartri leðju!
Enginn vissi, hvernig þetta byrjaði, en ein konan,
frú Brown (brán) kallaði til frú Robinson: „Dælan
í Pumpuþorpi dælir aðeins upp óhreinni, svartri
leðju. Hvað eigum við að gera?“
Nú voru konmar þarna margar konur, sem töl-
uðu, veifuðu örmunum og töluðu, og enginn vissi,
hvað átti að gera, unz einhver stakk upp á því, að
þær færu heim og segðu mönnum sínum frá þessu.
Og það gerðu þær. Það var líka skynsamlegt af
þeim.
Um kvöldið koniu karlmennirnir saman í smiðj-
unni hjá járnsmiðnum til að spjalla um þessi vand-
ræði. Járnsmiðurinn stórvaxni hóf fyrstur máls.
„Vinir mínir,“ sagði hann, „það er hræðilegty
sem hefir komið fyrir. Vatnsdælan í Pumpuþorpi
dælir ekki upp neinu nema óhreinni, saurugri,
svartri leðju. Hvað eigum við að gera?“
Þeir fóru allir að tala í einu. Kliðurinn var eins
og í öndunum, þegar þær voru að kjaga yfir völlinn
niður að tjörninni á morgnana og heim aftur á
kvöldin. En allir þögnuðu andartak, þegar lítill
maður reis á fætur og byrjaði að tala með skræk-
um rómi:
„Vinir mínir, ég á gamla bók heima,“ sagði hann,
„og í bókinni minni stendur: ,Hvernig getur nokkur
látið hreint koma frá óhreinu‘?“ Og hann settist
niður.
Jafnskjótt og hann var setztur — enginn gaf auð-
vitað nokkurn gaum að því, sem hann sagði — fóru
þeir allir að tala í einu, unz framorðið var og þeir
urðu að fara heim til kvíðafullra kvenna sinna.
„Það er allt í lagi,“ sögðu þeir konunum sínum,,
„við höfum ákveðið, hvað við eigum að gera.“