Norðurljósið - 01.01.1967, Side 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
hönd hans. Hann hripaði kvittun á miða. En ekki fannst mér
skriftin fögur og losarahragur á henni.
Ég heyrði fólk ræða um Gullna hliðið, svo að ég fékk það að
láni og las það. „Sízt er vort mark, að særa þá, er trúa.“ Þannig
fórust höfundi orð í forspjalli leikritsins. Því marki hafði eigi
orðið náð, þrátt fyrir ósvikinn ilm af íslenzkri tungu. Sem þeim
trúmanni, sem ég er, féllu mér illa grófyrðin, er það var á köflum
auðugt af. Fannst mér þau mundu engum verða til sálubótar,
er sæju þau eða heyrðu. Þótti mér þau prýða leikritið álíka
mikið og strigabætur glitvefnað.
Ut yfir tóku 'þó endalokin. Þar varð ég einu sinni enn að
kjósa, hvort ég vildi fremur fylgja Kristi eða mönnum. Jesús
Kristur sagði skýrt og skorinort: „Enginn getur séð Guðs ríki,
nema hann endurfæðist.“ En leikritið lætur kerlinguna kasta
skjóðunni með sál Jóns inn í himnaríki. Þar inni endurfæðist
hann, verður nýr maður, „hvítur eins og mjöll.“
Þetta fékk ég eigi staðizt. Ég skrifaði ritdóm og birti hann í
Norðurljósinu, blaði Arthurs Gooks. Fylgdi ég þar dæmi skálds-
ins, að skeyta hvorki um skömm né heiður, því að ég vissi mæta
vel, að ekki mundi þetta auka hróður minn.
Skömmu eftir það, að blaðið kom út, mætti ég Davíð á götu,
og var Aðalsteinn Jónatansson í fylgd með honum. Aðalsteinn
var áskrifandi Norðurljóssins langa hríð, unz hann lézt. Nokk-
uð var liðið af dagmálum, en auðséð var, að Davíð hafði vakað
og verið við skál um nóttina. Hann veik að mér og mælti á þá
leið, að hann hefði verið að lesa ritdóm minn um nóttina, skemmt
sér vel og hlegið mikið að honum.
Ég vil geta þess hér, að ég óttaðist mjög, að orð þeirra Jóns
og Maríu yrðu að nýrri trúarjátning. í gullfögrum sálrni Sig.
Kr. Péturssonar, „Drottinn vakir,“ standa þessar ljóðlínur, því
miður:
„Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.“
i
Kenning sú, sem þessi orð flytja, finnst ekki á milli spjalda
nýja testamentisins. Hún er ekki kenning Krists né postula hans.
En þetta er trú margra manna.
Austurlenzki fræðarinn, Krishnamurti, líkti manninum við
neista, sem hrekkur upp úr báli. Hann er viðskila bálinu um
stund, en fellur svo aftur niður í bálið, sem hann er kominn frá.
Biblían sýnir oss hins vegar, að syndugur maður á enga heim-