Norðurljósið - 01.01.1967, Side 6

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 6
6 NORÐURLJÓSIÐ Bersynduga konan, sem Lúkas segir frá, kyssti fætur frelsar- ans, vætti þá með tárum sínum og þerraði þá með höfuðhári sínu. Davíð laut dýpra en þetta. Hann vildi kyssa sporin Krists á klettinum. Þetta er lotning, sem fáum veitist að sýna honum, sem „krossfestur var í veikleika,“ en er þó „Drottinn dýrðarinn- ar,“ eins og ritningin kemst að orði. Þó er annað ennþá betra og hverjum manni nauðsynlegra heldur en jafnvel það, að kyssa fætur Drottins eða sporin hans. Hvað er það? Þetta, sem Pétur postuli ritaði forðum: „Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.“ Hvílík gerbylting hefði orðið á ævi Davíðs, ef hann, upp frá þeirri stundu, sem hann vildi kyssa sporin, hefði tekið að feta í þau, kosta kapps um, að breyta eins og Kristur mundi hafa breytt, ef hann hefði verið í Davíðs sporum. Alltof fáir þeirra, sem kalla sig kristna, hugsa um þessa hlið trúarlífsins. Ég vík aftur að Árna bókbindara. Hann var maður heittrú- aður og gaf út nokkur ágæt kristileg smárit og þýddi mikið, einkum fyrir Barnablaðið. Var ekki komið að tómum kofum hjá honum, er trúmálin voru rædd. Mun Davíð hafa fundið það. Aðalsteinn Jónatansson, vinur Davíðs, ræddi og við mig um hann. „Davíð er fínasti maður,“ minnir mig, að honum féllu orð. Vitnisburðir þessir, samfara þeirri breytingu hjá sjálfum mér, að ég fór að kenna í brjósti um menn, sem vínið hafði náð valdi yfir, mildaði mig í garð Davíðs, og betri hlið þess manns fór ég að sjá skýrar en áður. Kunnleikar fóru að takast með okkur meiri en fyrr. Mér var kunnugt um, að rithöfundar gefa fólki náinn gaum. Samt varð óg forviða, þegar Davíð sagði við mig, og var það árla á tíma kynningar okkar: „Ég hefi stúderað þig svo, að ég gæti skrifað um þig heila bók.“ Við höfðum að vísu talazt við, en lítið þó. Athugun hans á mér var því ekki sprottin af samtölum. En þetta hefir verið venja hans, að athuga menn, grandskoða þá, látbragð þeirra og hreyf- ingar, orð þeirra og kæki. Sem betur fór fann þjóðskáldið sér verðugri viðfangsefni í ritsmíðar en mig. Nú vil ég geta einkennilegs atviks, sem fyrir mig kom í sam- bandi við Davíð. Á ævi minni allri fram að þessu á það sér að- eins eina hliðstæðu. Mig minnir helzt, að atvikið gerðist um það leyti, sem ég spurði hann, hvernig hann færi að lýsa reynslu trú- aðra manna. Ef til vill gerðist það þá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.