Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Bersynduga konan, sem Lúkas segir frá, kyssti fætur frelsar-
ans, vætti þá með tárum sínum og þerraði þá með höfuðhári
sínu. Davíð laut dýpra en þetta. Hann vildi kyssa sporin Krists
á klettinum. Þetta er lotning, sem fáum veitist að sýna honum,
sem „krossfestur var í veikleika,“ en er þó „Drottinn dýrðarinn-
ar,“ eins og ritningin kemst að orði.
Þó er annað ennþá betra og hverjum manni nauðsynlegra
heldur en jafnvel það, að kyssa fætur Drottins eða sporin hans.
Hvað er það? Þetta, sem Pétur postuli ritaði forðum: „Kristur
leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér
skylduð feta í hans fótspor.“
Hvílík gerbylting hefði orðið á ævi Davíðs, ef hann, upp frá
þeirri stundu, sem hann vildi kyssa sporin, hefði tekið að feta
í þau, kosta kapps um, að breyta eins og Kristur mundi hafa
breytt, ef hann hefði verið í Davíðs sporum. Alltof fáir þeirra,
sem kalla sig kristna, hugsa um þessa hlið trúarlífsins.
Ég vík aftur að Árna bókbindara. Hann var maður heittrú-
aður og gaf út nokkur ágæt kristileg smárit og þýddi mikið,
einkum fyrir Barnablaðið. Var ekki komið að tómum kofum
hjá honum, er trúmálin voru rædd. Mun Davíð hafa fundið það.
Aðalsteinn Jónatansson, vinur Davíðs, ræddi og við mig um
hann. „Davíð er fínasti maður,“ minnir mig, að honum féllu orð.
Vitnisburðir þessir, samfara þeirri breytingu hjá sjálfum mér,
að ég fór að kenna í brjósti um menn, sem vínið hafði náð valdi
yfir, mildaði mig í garð Davíðs, og betri hlið þess manns fór ég
að sjá skýrar en áður. Kunnleikar fóru að takast með okkur meiri
en fyrr.
Mér var kunnugt um, að rithöfundar gefa fólki náinn gaum.
Samt varð óg forviða, þegar Davíð sagði við mig, og var það
árla á tíma kynningar okkar: „Ég hefi stúderað þig svo, að ég
gæti skrifað um þig heila bók.“
Við höfðum að vísu talazt við, en lítið þó. Athugun hans á
mér var því ekki sprottin af samtölum. En þetta hefir verið venja
hans, að athuga menn, grandskoða þá, látbragð þeirra og hreyf-
ingar, orð þeirra og kæki. Sem betur fór fann þjóðskáldið sér
verðugri viðfangsefni í ritsmíðar en mig.
Nú vil ég geta einkennilegs atviks, sem fyrir mig kom í sam-
bandi við Davíð. Á ævi minni allri fram að þessu á það sér að-
eins eina hliðstæðu. Mig minnir helzt, að atvikið gerðist um það
leyti, sem ég spurði hann, hvernig hann færi að lýsa reynslu trú-
aðra manna. Ef til vill gerðist það þá.