Norðurljósið - 01.01.1967, Page 8

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 8
NORÐURLJÓSIÐ 8 um minninganna.“ Brosti þá Davíð og mælti: „Þú komst nokkuð nálægt því, að brenna þig á honum í kvöld.“ Einu sinni held ég, að við höfum minnzt á áðurnefndan rit- dóm minn um „Gullna hliðið.“ Sagði ég honum þá, að í „Gullna hliðinu" hefðu verið ljóðlfnur, sem snurtu mig svo, að þær komu út á mér tárunum. Þar með þagði ég við. Davíð varð mjög hrærður og spurði: „Var það: „Eg beið þín lengi, mín liljan fríð.“?“ „Nei,“ mælti ég, „heldur þessar: „Hrosshár í strengjum og holað innan tré. Ekki átti fiðlungur meira fé.“ “ Þá hrukkaði Davíð ennið og svipur hans varð fjarrænn, eins og nú er komizt að orði. Ég sá hann var að hugsa, reyna að skilja orð mín. Ég veit ekki, hvort honum tókst það. Eg láði honum það ekki. Hvernig átti hann að skilja námgþrá mína á æskuárum? Hafði hann staðið hj á fé í 10 stiga frosti með kennslu- bók í Esperantó í höndunum? Hafði hann öslað krapaelginn um sumarmálaleytið, vaðið hann í mjóalegg, meðan hann rölti heim á eftir fé föður síns úr haga, og lært á meðan einn námskafla úr enskunámsbók Geirs Zoega? Gat hann þekkt þrá mína eftir að yrkja, verða skáld, gefa sig að ljóðlist og geta ekki fullnægt þrá sinni, bæði sakir menntunarskorts og tímaleysis? Ekki þurfti hann að nota hrosshár í stað silfurstrengja stórskáldsins. Það bar við, að ég birti kvæði eftir mig í „Degi.“ Eitt þeirra var um systur þrjár, er sviplega voru héðan kvaddar. Það var gert eftir „pöntun“ og afgreiðslufrestur einn sólarhringur eða varla meir. Þetta kvæði minntist Davíð á við mig. Einhver orð í einni ljóðlínu taldi hann, að skilja mætti á annan hátt en ég ætlaðist til. Eg sá, að það var satt og breytti þessu í eintaki því, sem ég geymi af kvæðinu. í annað sinn birtist kvæði eftir mig í jólahefti „Dags.“ Það hét: „Frostaveturinn 1917—1918.“ Davíð sagði mér, að þetta kvæði hefði hann lesið við raust heima í Fagraskógi. Það hefði verið gott nema niðurlagið. Eftir langa íhugun þóttist ég sjá, hvað skáldið hafði út á niðurlagið að setja. Hefi ég einnig breytt því. Þessi tvö atvik kveiktu hjá mér löngun, þá, að heimsækja Dav*íð og hafa með mér nokkur ljóð mín og biðja hann að gagn- rýna þau. Vissi ég, að ég mundi hafa af því hið mesta gagn. Ég tók því með mér dálítinn bunka heim til hans. Er ég bar upp erindi mitt, leið þjáningarsvipur yfir andlit hans. Ég sá, að er- indið var óvelkomið. Þó hlýddi hann á ef til vill þrjú eða fjög- ur kvæði. En leiðbeining fékk ég enga, og varð ekki hænufeti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.