Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 8
NORÐURLJÓSIÐ
8
um minninganna.“ Brosti þá Davíð og mælti: „Þú komst nokkuð
nálægt því, að brenna þig á honum í kvöld.“
Einu sinni held ég, að við höfum minnzt á áðurnefndan rit-
dóm minn um „Gullna hliðið.“ Sagði ég honum þá, að í „Gullna
hliðinu" hefðu verið ljóðlfnur, sem snurtu mig svo, að þær komu
út á mér tárunum. Þar með þagði ég við. Davíð varð mjög
hrærður og spurði: „Var það: „Eg beið þín lengi, mín
liljan fríð.“?“ „Nei,“ mælti ég, „heldur þessar: „Hrosshár í
strengjum og holað innan tré. Ekki átti fiðlungur meira fé.“ “
Þá hrukkaði Davíð ennið og svipur hans varð fjarrænn, eins
og nú er komizt að orði. Ég sá hann var að hugsa, reyna að
skilja orð mín. Ég veit ekki, hvort honum tókst það. Eg láði
honum það ekki. Hvernig átti hann að skilja námgþrá mína á
æskuárum? Hafði hann staðið hj á fé í 10 stiga frosti með kennslu-
bók í Esperantó í höndunum? Hafði hann öslað krapaelginn um
sumarmálaleytið, vaðið hann í mjóalegg, meðan hann rölti heim
á eftir fé föður síns úr haga, og lært á meðan einn námskafla úr
enskunámsbók Geirs Zoega? Gat hann þekkt þrá mína eftir að
yrkja, verða skáld, gefa sig að ljóðlist og geta ekki fullnægt þrá
sinni, bæði sakir menntunarskorts og tímaleysis? Ekki þurfti
hann að nota hrosshár í stað silfurstrengja stórskáldsins.
Það bar við, að ég birti kvæði eftir mig í „Degi.“ Eitt þeirra
var um systur þrjár, er sviplega voru héðan kvaddar. Það var
gert eftir „pöntun“ og afgreiðslufrestur einn sólarhringur eða
varla meir. Þetta kvæði minntist Davíð á við mig. Einhver orð
í einni ljóðlínu taldi hann, að skilja mætti á annan hátt en ég
ætlaðist til. Eg sá, að það var satt og breytti þessu í eintaki því,
sem ég geymi af kvæðinu.
í annað sinn birtist kvæði eftir mig í jólahefti „Dags.“ Það
hét: „Frostaveturinn 1917—1918.“ Davíð sagði mér, að þetta
kvæði hefði hann lesið við raust heima í Fagraskógi. Það hefði
verið gott nema niðurlagið. Eftir langa íhugun þóttist ég sjá,
hvað skáldið hafði út á niðurlagið að setja. Hefi ég einnig breytt
því.
Þessi tvö atvik kveiktu hjá mér löngun, þá, að heimsækja
Dav*íð og hafa með mér nokkur ljóð mín og biðja hann að gagn-
rýna þau. Vissi ég, að ég mundi hafa af því hið mesta gagn. Ég
tók því með mér dálítinn bunka heim til hans. Er ég bar upp
erindi mitt, leið þjáningarsvipur yfir andlit hans. Ég sá, að er-
indið var óvelkomið. Þó hlýddi hann á ef til vill þrjú eða fjög-
ur kvæði. En leiðbeining fékk ég enga, og varð ekki hænufeti