Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 11
NORÐURLJOSIÐ
11
risu hans. Þetta er traustur grundvöllur til að reisa á höli menn-
ingar og mannlífsins. Þetta skildi Davíð, annars hefði hann ekki
ritað á þessa leið: „En trúlaus þjóð, sem villist í vöku og draumi,
mun verða rekald, týnast í aldanna flaumi, ef enginn stöðvar
undanhaldið og flóttann."
Einu sinni sagði ég við Davíð: „Ef þú hefðir byrjað á að
yrkja, eins og þú gerir nú, þá hefðir þú aldrei náð þeim vin-
sældum, sem þú hefir náð.“ Mér fannst, að hann væri ekki svo
viss um það sem ég. Eg mun hafa sagt þetta við hann, er bók
hans „I dögun“ var komin út. Sú bók er kjörgripur hugsandi
manna og þroskaðra. Flokk þeirra fyllir æskan ekki, en sum-
um ljóðum Davíðs í „Svörtum fjöðrum“ mun æskufólk unna,
meðan ást og töfrar tóna geta snortið hjörtu kvenna og manna.
Eitt sinn barst andatrúin í tal hjá okkur Davið. Sagði hann
mér þá frá atviki einu, sem gerðist, þegar hann var í Mennta-
skólanum á Akureyri. Þeir skólabræður höfðu nokkrir rætt um
sambandsleit við framliðna menn. Urðu þeir ásáttir um, að fara
í andaborð, sem sumir kalla. Fylgdu þeir öllum tilskildum sið-
venjum. Var það síðla kvölds eða að næturlagi, er þeir settust
við borð í stofu niðri í kjallara, minnir mig. Er þeir höfðu set-
ið umhverfis borðið nokkra stund, tók það að hreyfast. Hvort
þeir ræddu mikið við andann, man ég ekki heldur, en hitt man
ég glöggt, að þeir vildu vita, hvaðan hann væri. Herbergishurð-
in var harðlæst. Þeim kom saman um, að mana andann að opna
hurðina, ef hann væri frá djöflinum. Þeir gerðu þetta, og hurð-
in fleygðist jafnskjótt opin og inn á gólf. Andinn villti svo sem
ekki á sér heimildir. Skólasveinum var nóg boðið, og DaVíð átti
aldrei meir við dulrænar rannsóknir, hvað sem hinir kunna að
hafa gert.
Mig minnir og, að það væri í sarna skiptið, sem Davíð sagði
mér þetta, að hann sagði mér frá frænda sínum, er fengizt hafði
við ósjálfráða skrift. Var hann fræddur mjög og margvíslega
af öndum þeim, sem hann hafði sam'band við. En svo kom að
því, að hann stóð þá að lygi. Firrtist hann þá og ritaði ekki ósjálf-
rátt í áratug á eftir.
Til endurgjalds fyrir þessar sögur mun ég hafa sagt honum
frá danskri bók, „Spiritismens Blændverk og Sjæledýbets Gaad-
er,“ (Andatrúar sjónhverfingar og ráðgátur sálardjúpsins) eftir
Martensen-Larsen, dómprófast í Hróarskeldu. í síðara bindi
bókar hans er saga manns, rituð af honum sjálfum, sem byrjaði
á einfald'asta hátt að leita sambands við anda látinna manna. En