Norðurljósið - 01.01.1967, Side 63
NORÐURLJÓSIÐ
63
var líka litla Sigga, sem var hálfu ári yngri en ég. UrSum við
skjótt leikfélagar. Kom það sér vel fyrir mig, því að stundum
var móðir mín sótt til að sitja yfir konum. Var hún alloft
nokkuð lengi í þeim ferðum.
Eitt sinn bar svo til, er móðir mín var að heiman, að við Sigga
vorum saman á holti, þar sem var talsvert grjót. Okkur kom
ásamt um, að við skyldum byggja hús. Eg hlóð vegg, en hún
bar að grjótið í svuntu sinni. Þegar þessi blessuð samvinna stóð
sem hæst, kom hún með stein í svuntunni, og var hann nokkuð
stór að mínum dómi. Hún lét hann falla niður. Þá vildi svo
slysalega til, að þumalfingur hægri handar minnar varð á milli
hans og annars steins. Skarst við það gómurinn og rifnaði upp
kvikan að framan undir nöglinni. Hljóðin og grátinn þarf ekki
að efa, og lauk þannig húsbyggingunni.
Þegar ég kom heim, hrá fólkið á það ráð að tekið var kaffi-
rótarbréf og vafið um fingurinn blæðandi. Síðan var bundið
léreft þar yfir. Við þessa aðgerð sat, unz móðir mín kom heim.
Þá var ég farinn að hafa verki í fingrinum. Varð henni það fyrst
fyrir, að hita vatn og láta mig halda fingrinum i því, meðan
bréfið var að losna. Svo fór hún að verka sárið. Ég grét og
kveinkaði mér, hað mér vægðar eða barðist um. Er. nú var
mamma alveg miskunnarlaus. Hve mikið seni mig kenndi til og
hvernig sem ég lét, var engin vægð, unz allt var orðið hreint og
sáralyf sett við.
Þetta er ágæt mynd af miskunnarleysi kærleikans. Einmitt af
því, að móðir mín hafði meiri þekkingu en hitt fólkið og af því
að hún elskaði mig nógu heitt til að sýna mér enga vægð, unz
markmiði hennar var náð, þá gróf ékki í fingrinum.
Nöglin varð aldrei söm og áður. Varð mér að því hið mesta
kvalræði síðar meir, að hafa ekki báðar neglur á þumalfingrum
heilar og fallegar. Minnist ég þess, er Artbur heitinn Gook tók
af mér mynd og þá á 19. ári, að ég lagði vísifingur ofan á ljótu
nöglina, svo að hún sæist ekki.
Miskunnarleysi kærleikans. Oft verður Guð, sem er kærleik-
ur, að snúa þeirri 'hlið hans að okkur, þegar hann vill blessa
okkur og afmá allt, sem hann sér, að getur orðið að meinsemd í
sálum okkar eða spillt ævi okkar.
Um hátíðaleytið var Grundarfólki boðið út að Breiðabóls-
stað, en það var nágrannabær og prestssetur. Þá var þar prest-
ur síra Hálfdán Guðjónsson, síðar prestur og vígslubiskup á
Sauðárkróki. Hann mun ekki hafa verið heima, þegar heimboð-