Norðurljósið - 01.01.1967, Page 72

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 72
72 NORÐURLJÓSIÐ 7. Flutt að Finnmörk aftur. Flutningsdagurinn kom, hinn 14. maí 1906. Faðir minn hafði fengið Arna bónda á Neðri-Fitjum, — þeir voru bræðrasynir, — til að koma og hjálpa sér. Þegar hann kom, var fannspýja mikil. Leizt reyndum mönnum og veðurglöggum útlit veðurs ótryggl Var ekki gott að vera á ferð með búslóð á sleða, konu og barn auk fénaðar, ef allt í einu brysti á stórhríð. Frá Hrísum fram að Neðri-Fitjum mun vera 6—7 km vegalengd, og enginn bær í nánd á leiðinni. Sú ákvörðun var tekin, að lagt skyldi af stað. Alltaf snjóaði. En rétt þegar við vorum að koma á móts við Neðri-Fitja, vestan árinnar, tók að hvessa mikið. Kom þá skafhríð á augabragði. Var flýtt sér að losa hestana frá sleðunum og að komast með okkur mömmu í bæinn, um leið og kindurnar voru reknar þar framhjá á leið til húsanna. Skipti svo engum togum, að iðulaus stórhríð var brostin á með fannfergju og frosti. Skall þar hurð nærri hælum, og verndarhönd Guðs að þakka, að ekki fór illa. Hefði hríðin komið dálítið fyrr, hefði verið ógerningur að bjarga skepnunum, þótt mannbjörg hefði orðið, sem vafasamt má telja sakir veðurofsans. Morguninn eftir var veðrið gengið niður, en hart frost. Er mér enn fyrir minni, hve kalt mér var, meðan sleðarnir voru losaðir, ihestum beitt fyrir og lagt af stað. Á Finnmörk voru stórir skaflar suður af bæjarhúsunum. Gat ég grafið mér snjóhús inn í hinn stærsta, og var það góð dægra- dvöl. Það hafði borið til tíðinda í Hrísum, að tík gaut þar mörgum hvolpum. Föður minn vantaði fjárhund. Valdi móðir mín, eftir athugun á hátterni hvolpanna, einn þeirra, svartan og hvítflekk- óttan, og hlaut hann nafnið Skrýtinn. Hann var að sjálfsögðu með í förinni, og var ég ekki án leikfélaga, fyrst ég hafði hann. I fardögum, sem eru í byrjun júní, tók loks að hlána. Man ég það af því, að þá komu nokkuð aldurhnignar manneskjur með fé sitt. Voru þau að flytja í Valdarássel. Þau stönzuðu stundar- korn hjá okkur, og þá var bæjarlækurinn farinn að renna ofan á snjónum. Þarna hitti ég aftur ömmu miína, stjúpu föður míns. Þótti mér vænt um, að hún var í heimilinu. Varð hún það til dauðadags. Stálpaður piltur var hjá föður mínum um sumarið og næsta vetur, minnir mig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.