Norðurljósið - 01.01.1967, Page 73

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 73
NORÐURLJOSIÐ 73 Leið nú tíminn fram í júlí. Aðfaranótt hins 12. júlí vaknaði ég við hljóð í móður minni. Skildi ég ekkert í, af hverju hún væri að hljóða. Skömmu seinna komu nágrannakonur, ef ekki tvær, þá ein að minnsta kosti. Var mér svo tilkynnt, að ég hefði eignazt systur. Fæddist þá Þóra Guðný, systir mín, sem látin er fyrir nokkrum árum. Hún hét eftir móður föður míns og stjúpu. Var þá móðir mín á 50. ári, er hún ól Þóru. Nú er þess að geta, að fram að fæðingu hennar hafði ég verið sá miðdepill, sem ást og umíhyggja móður minnar snerist um. Eðlilega varð á þessu breyting, þegar Þóra var fædd. Þetta átti ég erfitt eða ómögulegt að skilja. Eigingirni mín, sjálfselska og sjálfsaumkun fengu nú ekki lengur alla þá næringu, sem þær höfðu áður haft. Móðir mín sýndi það með mörgu móti, að henni þótti jafn vænt um mig sem áður. En umhyggja hennar varð að deilast, og ég að fá minni hlutann. Líklega hefir þetta átt sinn þátt í því, að mér þótti aldrei mjög vænt um systur mína, miklu minna en hún átti skilið og þurfti, þar sem hún hafði þungbæran kross að bera um dagana. Þegar Þóra var á þriðja ári, veiktist hún og fékk mikinn hita. Óttaðist móðir mín lungnabólgu, og var læknir sóttur. Ekki reyndist það lungnabólga, sem gekk að henni. Bar læknisvitjun- in ekki annan árangur. En þegar hitinn fór úr Þóru, var hægri fótur upp fyrir ökkla orðinn máttlaus. Foreldrar mínir urðu ekki mjög hrædd við það. Þau væntu þess, að henni mundi batna máttleysið smátt og smótt eins og mér. Svo reyndist þó ekki. Varð það þá úrræði þeirra, að faðir minn fékk að gera þau gangnaskil um haustið, að hann færi suður í Fljótstungurétt. Var það gert til þess, að hann gæti fund- ið sr. Magnús á Gilsbakka, en hann stundaði smáskammtalækn- ingar með ágætum árangri. Faðir minn hitti hann og fékk hjá honum lyf og þá ráðlegging, að nudda vöðvana í fótleggnum. Var það gert um nokkurn tíma og lyfin notuð, en hvorugt bar árangur. Síðar fór faðir minn með hana til Reykjavíkur og var hún um tíma í Landakotsspítala. Lækningatilraunir syðra báru eigi árangur. Var þá orðið ougljóst, að lömuð yrði hún ævilangt. Ekki er ég fjarri því, að stundum hafi að mér hvarflað, hve ólíkt var skipt kjörum okkar systkinanna. Ég er gerður heilbrigð- ur aftur, hún ekki. Dulrúnir þær, sem rituð er með ævi vor manna, ræður ekki mannleg vizka, þótt rýna megi hún í þær. Eðlisfar okkar Þóru var að mörgu ólíkt, og hún ólst upp við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.