Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 73
NORÐURLJOSIÐ
73
Leið nú tíminn fram í júlí. Aðfaranótt hins 12. júlí vaknaði
ég við hljóð í móður minni. Skildi ég ekkert í, af hverju hún
væri að hljóða. Skömmu seinna komu nágrannakonur, ef ekki
tvær, þá ein að minnsta kosti. Var mér svo tilkynnt, að ég hefði
eignazt systur. Fæddist þá Þóra Guðný, systir mín, sem látin er
fyrir nokkrum árum. Hún hét eftir móður föður míns og stjúpu.
Var þá móðir mín á 50. ári, er hún ól Þóru.
Nú er þess að geta, að fram að fæðingu hennar hafði ég verið
sá miðdepill, sem ást og umíhyggja móður minnar snerist um.
Eðlilega varð á þessu breyting, þegar Þóra var fædd. Þetta átti
ég erfitt eða ómögulegt að skilja. Eigingirni mín, sjálfselska og
sjálfsaumkun fengu nú ekki lengur alla þá næringu, sem þær
höfðu áður haft. Móðir mín sýndi það með mörgu móti, að
henni þótti jafn vænt um mig sem áður. En umhyggja hennar
varð að deilast, og ég að fá minni hlutann. Líklega hefir þetta
átt sinn þátt í því, að mér þótti aldrei mjög vænt um systur mína,
miklu minna en hún átti skilið og þurfti, þar sem hún hafði
þungbæran kross að bera um dagana.
Þegar Þóra var á þriðja ári, veiktist hún og fékk mikinn hita.
Óttaðist móðir mín lungnabólgu, og var læknir sóttur. Ekki
reyndist það lungnabólga, sem gekk að henni. Bar læknisvitjun-
in ekki annan árangur. En þegar hitinn fór úr Þóru, var hægri
fótur upp fyrir ökkla orðinn máttlaus.
Foreldrar mínir urðu ekki mjög hrædd við það. Þau væntu
þess, að henni mundi batna máttleysið smátt og smótt eins og
mér. Svo reyndist þó ekki. Varð það þá úrræði þeirra, að faðir
minn fékk að gera þau gangnaskil um haustið, að hann færi
suður í Fljótstungurétt. Var það gert til þess, að hann gæti fund-
ið sr. Magnús á Gilsbakka, en hann stundaði smáskammtalækn-
ingar með ágætum árangri. Faðir minn hitti hann og fékk hjá
honum lyf og þá ráðlegging, að nudda vöðvana í fótleggnum.
Var það gert um nokkurn tíma og lyfin notuð, en hvorugt bar
árangur.
Síðar fór faðir minn með hana til Reykjavíkur og var hún
um tíma í Landakotsspítala. Lækningatilraunir syðra báru eigi
árangur. Var þá orðið ougljóst, að lömuð yrði hún ævilangt.
Ekki er ég fjarri því, að stundum hafi að mér hvarflað, hve
ólíkt var skipt kjörum okkar systkinanna. Ég er gerður heilbrigð-
ur aftur, hún ekki. Dulrúnir þær, sem rituð er með ævi vor
manna, ræður ekki mannleg vizka, þótt rýna megi hún í þær.
Eðlisfar okkar Þóru var að mörgu ólíkt, og hún ólst upp við