Norðurljósið - 01.01.1967, Side 75
NORÐURLJOSIÐ
75
var saltur eða ekki. Ég lagðist á magann, beygði andlitið niður
að öldugára og saup á. Þá fann ég af reynslunni, að satt var
það. Sjórinn var saltur.
Mér hefir oft orðið hugsað til þessa atviks.
I áratugi hefi ég boðað fólki boðskap Krists: „Komið til mín.“
Ég fæ alls konar mótibárur, efasemdir, eða ómengaða vantrú. En
mér er spurn: „Hvers vegna vill fólk ekki prófa þetta, að koma
til frelsarans með sorgir sínar og byrðar lífsins, syndir sínar,
mistök og glappaskot? Ég hefi get það. Ég hefi vogað, reynt,
hvað það er, að súpa af náðarhafi Krists. Ég hefi komið til hans
með byrðar mínar og fundið þeim létt af mér. Ég hefi komið með
syndir mínar og fengið þær fyrirgefnar. Ég hefi komið með yfir-
sjónir, mistök, glappaskot, og ég hefi fengið að reyna, að kær-
leikur Drottins, vizka hans og máttur hafa látið að lokum allt
samverka mér til góðs, meðal annars á þann hátt, að ég hefi orð-
ið færari og hæfari til að 'hjálpa öðrum, sem þiggja vilja hjálp,
og umburðarlyndari við þá, sem óstyrkir eru og rösulir í göng-
unni á trúarbraut með Kristi.
Kærleiki Krists, máttur hans og fúsleiki til að taka á móti
okkur, þegar við komum til hans, er jafnmikill raunveruleiki og
selta sjávarins. „Stnakkaðu og finndu.“
Ég man ekki eftir mörgu úr ferðinni. Hansína, systir smal-
ans, sem var í Hrísum, sat á tröppu þar, sem upp var gengið í
hús föður hennar. Ég hafði ekki séð hana áður. Mér fannst hún
mjög falleg í ljósa kyrtlinum eða kjólnum, sem hún bar, og vera
svo björt, að ég gat naumast horft á þá birtu, þar sem hún sat
í glampandi sólskininu. Hún naut ekki lengi birtu jarðlífsins.
Fáum vikum eða mánuðum síðar var hún dáin, — úr óðatær-
ingu sagði fólkið.
Mér kemur í ’hug konan, sem löngu síðar sagði við mig um
dætur sínar, efnisstúlkur, sem dóu á svipuðum aldri og Hansína,
að miklu heldur vildi hún vita af þeim í kirkjugarðinum eins og
þær voru, góðar, óspilltar stúlkur, heldur en í solli og ærslagangi
léttúðugrar samtíðar. „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“
var máltæki í fornöld löngu fyrir Islands byggð. Vel má vera,
að stundum láti Guð ungan mann eða mey deyja, áður en létt-
úð heimsins og spilling hans sogar þau til sín.
Mér hefir stundum orðið hugsað til Jakobs heitins bróður
míns, „litla drengsins, sem dó,“ þegar freistingarnar hafa herj-
að á mig og unnið sigur, eða þegar vonbrigði hafa kramið mig.
Var ekki hlutskipti hans betra en mitt? Var ekki betra að deyja