Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 75

Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 75
NORÐURLJOSIÐ 75 var saltur eða ekki. Ég lagðist á magann, beygði andlitið niður að öldugára og saup á. Þá fann ég af reynslunni, að satt var það. Sjórinn var saltur. Mér hefir oft orðið hugsað til þessa atviks. I áratugi hefi ég boðað fólki boðskap Krists: „Komið til mín.“ Ég fæ alls konar mótibárur, efasemdir, eða ómengaða vantrú. En mér er spurn: „Hvers vegna vill fólk ekki prófa þetta, að koma til frelsarans með sorgir sínar og byrðar lífsins, syndir sínar, mistök og glappaskot? Ég hefi get það. Ég hefi vogað, reynt, hvað það er, að súpa af náðarhafi Krists. Ég hefi komið til hans með byrðar mínar og fundið þeim létt af mér. Ég hefi komið með syndir mínar og fengið þær fyrirgefnar. Ég hefi komið með yfir- sjónir, mistök, glappaskot, og ég hefi fengið að reyna, að kær- leikur Drottins, vizka hans og máttur hafa látið að lokum allt samverka mér til góðs, meðal annars á þann hátt, að ég hefi orð- ið færari og hæfari til að 'hjálpa öðrum, sem þiggja vilja hjálp, og umburðarlyndari við þá, sem óstyrkir eru og rösulir í göng- unni á trúarbraut með Kristi. Kærleiki Krists, máttur hans og fúsleiki til að taka á móti okkur, þegar við komum til hans, er jafnmikill raunveruleiki og selta sjávarins. „Stnakkaðu og finndu.“ Ég man ekki eftir mörgu úr ferðinni. Hansína, systir smal- ans, sem var í Hrísum, sat á tröppu þar, sem upp var gengið í hús föður hennar. Ég hafði ekki séð hana áður. Mér fannst hún mjög falleg í ljósa kyrtlinum eða kjólnum, sem hún bar, og vera svo björt, að ég gat naumast horft á þá birtu, þar sem hún sat í glampandi sólskininu. Hún naut ekki lengi birtu jarðlífsins. Fáum vikum eða mánuðum síðar var hún dáin, — úr óðatær- ingu sagði fólkið. Mér kemur í ’hug konan, sem löngu síðar sagði við mig um dætur sínar, efnisstúlkur, sem dóu á svipuðum aldri og Hansína, að miklu heldur vildi hún vita af þeim í kirkjugarðinum eins og þær voru, góðar, óspilltar stúlkur, heldur en í solli og ærslagangi léttúðugrar samtíðar. „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“ var máltæki í fornöld löngu fyrir Islands byggð. Vel má vera, að stundum láti Guð ungan mann eða mey deyja, áður en létt- úð heimsins og spilling hans sogar þau til sín. Mér hefir stundum orðið hugsað til Jakobs heitins bróður míns, „litla drengsins, sem dó,“ þegar freistingarnar hafa herj- að á mig og unnið sigur, eða þegar vonbrigði hafa kramið mig. Var ekki hlutskipti hans betra en mitt? Var ekki betra að deyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.