Norðurljósið - 01.01.1967, Side 77
NORÐURLJ ÓSIÐ
77
Ég lagði af stað, og var veður bjart, en þokubakkar í vestri.
Ég fann föður minn með féð í svonefndum Efri-Þverflóa. Minn-
ir mig, að bann gerði ráð fyrir að koma og sækja mig og féð,
er tími væri kominn til að fara heim með það.
Skrýtinn, hvolpurinn, sem áður var nefndur, var orðinn full-
vaxinn hundur. Hann varð eftir hjá mér, og var mér að því
nokkur huggun, því að ekki leizt mér á hlutverkið, sem mér var
falið. Þokubakkinn færðist fljótlega nær, og eftir skamma bið
var komin niðaþoka.
Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti ég að hemja féð, svo að
það tvístraðist ekki allt út í buskann? Mér varð það að ráði,
að ég gekk alltaf hringinn í kringum það. Þokunni létti vitund,
svo að ofurlítið sást til kindanna þeirra, sem næstar voru. Gekk
ég hvern hringinn af öðrum, unz sultur og þreyta knúðu mig til
að setjast niður og fá mér bita. Máltíðin tók ekki langan tíma,
fannst mér, en þegar ég hóf að ganga í kringum féð, var það
eitthvað farið að dreifa sér, og allmikill hópur af því var horf-
inn. Ætlaði ég þá frá mér að verða af hræðslu. Þóttist ég vita,
að ekkert gott biði mín hjá föður mínum, fyrst ég týndi af fénu.
Mun ég þá hafa farið að orga sem oftar. Hann kom þá rétt í þessu,
hughreysti mig fremur en hitt, og féð var þá skammt frá. Síðan
var það rekið heim.
Þriðja daginn, sem ég var hjá fénu, var það rekið fram á háls-
inn, í Efri-Þverflóann. Var þá glampandi sólskin, hvergi eimur
af þoku. Féð hélt sig svo að beitinni, að það var sem hver kind
væri grafin niður, þar sem hún stóð. Ég hafði bókstaflega ekk-
ert að gera.
Þá kom til mín gestur, þokunni verri. Það voru leiðindin.
Slík leiðindi, sem ég reyndi þann dag, hefi ég aldrei lifað síðan.
Ég var sVo vondur, að ég lét leiðindin dynja yfir vesalings
Skrýtinn, alsaklausan. Ég fór að skamma hann og barði hann,
svo að hann lagði á flótta heim.
Dagurinn sniglaðist áfram. Ég mun hafa verið með úrið hans
föður míns og vissi, hvenær ég mátti fara af stað heim með féð.
Það var langt að híða eftir því. Sálarkvalir mínar af leiðindun-
um voru nærri óbærilegar. Loksins, klukkan að ganga fimm, tóku
þau dimmu ský að rofna. Ég sá, hvar kindur komu austan að.
Héldu þær þannig áfram, mundu þær fara saman við féð hjá
mér. Það mátti ekki koma fyrir. Lagði ég af stað á móti fénu,
hóaði og hóaði ó það, en það skipti sér lítið af mér og hélt sitt
strik. Iðraðist ég nú meðferðar minnar á Skrýtni. Oskaði ég, að