Norðurljósið - 01.01.1967, Page 77

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 77
NORÐURLJ ÓSIÐ 77 Ég lagði af stað, og var veður bjart, en þokubakkar í vestri. Ég fann föður minn með féð í svonefndum Efri-Þverflóa. Minn- ir mig, að bann gerði ráð fyrir að koma og sækja mig og féð, er tími væri kominn til að fara heim með það. Skrýtinn, hvolpurinn, sem áður var nefndur, var orðinn full- vaxinn hundur. Hann varð eftir hjá mér, og var mér að því nokkur huggun, því að ekki leizt mér á hlutverkið, sem mér var falið. Þokubakkinn færðist fljótlega nær, og eftir skamma bið var komin niðaþoka. Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti ég að hemja féð, svo að það tvístraðist ekki allt út í buskann? Mér varð það að ráði, að ég gekk alltaf hringinn í kringum það. Þokunni létti vitund, svo að ofurlítið sást til kindanna þeirra, sem næstar voru. Gekk ég hvern hringinn af öðrum, unz sultur og þreyta knúðu mig til að setjast niður og fá mér bita. Máltíðin tók ekki langan tíma, fannst mér, en þegar ég hóf að ganga í kringum féð, var það eitthvað farið að dreifa sér, og allmikill hópur af því var horf- inn. Ætlaði ég þá frá mér að verða af hræðslu. Þóttist ég vita, að ekkert gott biði mín hjá föður mínum, fyrst ég týndi af fénu. Mun ég þá hafa farið að orga sem oftar. Hann kom þá rétt í þessu, hughreysti mig fremur en hitt, og féð var þá skammt frá. Síðan var það rekið heim. Þriðja daginn, sem ég var hjá fénu, var það rekið fram á háls- inn, í Efri-Þverflóann. Var þá glampandi sólskin, hvergi eimur af þoku. Féð hélt sig svo að beitinni, að það var sem hver kind væri grafin niður, þar sem hún stóð. Ég hafði bókstaflega ekk- ert að gera. Þá kom til mín gestur, þokunni verri. Það voru leiðindin. Slík leiðindi, sem ég reyndi þann dag, hefi ég aldrei lifað síðan. Ég var sVo vondur, að ég lét leiðindin dynja yfir vesalings Skrýtinn, alsaklausan. Ég fór að skamma hann og barði hann, svo að hann lagði á flótta heim. Dagurinn sniglaðist áfram. Ég mun hafa verið með úrið hans föður míns og vissi, hvenær ég mátti fara af stað heim með féð. Það var langt að híða eftir því. Sálarkvalir mínar af leiðindun- um voru nærri óbærilegar. Loksins, klukkan að ganga fimm, tóku þau dimmu ský að rofna. Ég sá, hvar kindur komu austan að. Héldu þær þannig áfram, mundu þær fara saman við féð hjá mér. Það mátti ekki koma fyrir. Lagði ég af stað á móti fénu, hóaði og hóaði ó það, en það skipti sér lítið af mér og hélt sitt strik. Iðraðist ég nú meðferðar minnar á Skrýtni. Oskaði ég, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.