Norðurljósið - 01.01.1967, Side 79
NORÐURLJÓSIÐ
79
hálsunum fyrir framan Finnmörk. Fórum við feðgar þá báðir
að leita. En ekki fundum við lömhin. Hugðum við, að þau mundu
hafa runnið af stað fram til heiða. Fékk þá faðir minn Hálfdan
frá Neðri-Fitjum, son Arna bónda þar. Lögðum við af stað og
stefndum fram til heiða. Ekki höfðum við þó farið langa leið,
þegar Hálfdan kom auga á lömlbin. Höfðu þau leynzt fyrir föður
mínum niðri í Fitjárgili. Var þá lokið leit, sem stóð á sjötta dag.
Lömbin hurfu ekki eftir þetta. Þau voru rekin til eiganda
síns um vorið. En eitt þeirra tók þeirri tryggð við féð eða hag-
lendið á Finnmörk, að það tolldi aldrei annars staðar, er það
varð fullorðið. Keypti faðir minn þá kind að lokum, svo að hún
mætti vera þar, sem hún undi sér bezt.
Þessi saga er sögð 'hér, af því að hún átti meiri eftirköst.
Ég var eitt sinn staddur í Reykjavík í erindum Norðurljóss-
ins. Hóf ég þá að safna áskrifendum að því og byrjaði í Ásvalla-
götunni vestast. Gekk ég þar hús úr húsi. Enginn vildi líta við
blaðinu. Fannst mér fólkið eins hart og steinsteypulhúsin, sem
það bjó í. Loks tók mig að bresta kjark til að halda áfram.
Þetta virtist alveg vonlaust verk.
Ég fór að tala um þetta við Drottin minn. Var þá sem hann
minnti á, hvernig ég hafði leitað lambanna forðum. Spurði hann
mig svo, hvað það mundi taka mig langan tíma, að ganga Ás-
vallagötuna á enda og koma í hverja íbúð.
„Svona hálfan annan klukkutíma,“ svaraði ég. Mér var þá
sýnt, að það væri ekki mikið móts við það, sem ég leitaði lamb-
anna. Ég fékk þá nýjan kjark og ákvað að koma i hverja ibúð,
götuna á enda, þótt ég íengi ekki nokkurn áskrifanda. Það fór
samt á annan veg. Mig minnir þeir væru orðnir 15 áður en ég
var búinn með götuna. Sumir þeirra kaupa Nlj. enn í dag. Ég
hitti gamla skólasystur mína. Gerðist hún kaupandi blaðsins.
Síðar gaf Guð mér, að geta hjálpað manni hennar, sem þurfti á
sérstakri hjálp að halda.
Var einhver hulinn tilgangur bak við það, að lömbin fóru í
suður, en ekki norður, þegar þau hurfu úr fénu? Kristur kenndi,
að Guð vissi um smáfugl, sem fellur til jarðar. Hve miklu frem-
ur veit hann um kjörin þín og mín og þarfir allar.
„Hvers vegna var þér svo mikið kappsmál, að útbreiða Norð-
urljósið?“ kann einhver að spyrja. „Af því að Guð hafði notað
það mér og mörgum öðrum til blessunar,“ er svar mitt.
Guð heldur áfram enn í dag að nota Nlj. fólki til blessunar.
Hver vill fá sér gönguferð í 1—2 klst. — ég nefni ekki fimm daga