Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 80
80
NORÐURLJ ÓSIÐ
-— til að útbreiða það? Eru ekki hungruð lömib Herrans meira
virði en lömbin hans Olafs bónda á Asgeirsá?
10. í hestaleit.
Ef kindurnar voru mér stundum óþægar, svo að leita varð
þeirra tímum saman, þá voru ekki hrossin betri. Auðvitað voru
þau í fyrstu óhagvön sem féð, og þau voru fljót að bera sig yfir.
Nóg var víðlendið þarna á hálsunum. Þá hömluðu engar girð-
ingar frelsi þeirra og ferðalögum.
Ég hefi verið 9 eða 10 ára gamall. Þá var það einn sunnudag,
að faðir minn sendi mig að leita hesta. Fór ég austur frá bæn-
um, austur að Fitjaá og hélt svo fram með henni. Þeir gátu
stundum haldið sig á þeim slóðum.
Fitjaáin rennur þarna víðast hvar í fremur l'águm gljúfrum.
Sums staðar eru grasigrónir hvammar niður að ánni að aust-
anverðu.
Nú ber svo til, að í einum þessarar hvamma er grár, nokkuð
stór steinn. Fg ’horfi yfir um ána og sé, að hestar eru þar í
hvamminum hjá steininum. Ég leit af þeim snöggvast, en er ég
lít til aftur, þykir mér nokkuð kynlega við bregða. f hvammin-
um stendur bær, og hestarnir, sem ég er að leita að, eru þar hjá
að bíta. Áin er orðin sem lítill lækur. og hamarinn, sem ég
gekk eftir að vestanverðu er eins og bakki, sem ég geti stokkið
af yfir um.
Ég ákvað þegar, að stökkva yfir um lækinn. Bjó ég mig undir
stökkið og gekk nokkur skref aftur á bak. Síðan tók ég tilhlaup-
ið. sem átti að lengja stökkið.
Þá greip mig snögglega undarlegur ótti. Ég hætti við stökkið,
sem orðið hefði mitt síðasta. Hamarinn var hár og hylur undir.
Ég Ieit yfir ána. Þar stóð steinninn í hvamminum sem áður, en
ekki bær. Hestarnir voru ekki hrossin, sem ég var að leita að.
Ég fann þau seinna á öðrum stað.
Hvað olli þessari missýning? Geðklofi? Ég átti ekki vanda
fyrir missýningar. Eitfhvað virðist snöggvast hafa náð valdi yfir
skynjun minni. eitthvað, sem vildi tortíma mér.
Eftir reiðikastið mikla á Grund, sem ég hefi sagt frá, hygg ég,
að ósýnileg vera, óvinveitt mér eða mönnunum og Guði, hafi
getað farið að ná sambandi við huga minn. Reiðiköst gefa
djöflinum færi. Það hafi þeir hugfast, sem lesa þessar frásagnir,