Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 81
NORÐURLJÓSIÐ
81
Ég fór margar ferÖir meðfram ónni eftir þetta, en aldrei varð
ég neins slíks var framar.
„Eins og borg, sem múrarnir hafa verið brotnir utan af, eins
er sá maður, sem eigi hefir stjórn á skapsmunum sínum.“ (Orðs-
kv. 25. 28.). Múrveggjalaus borg til forna var opin fyrir innrás-
um óvina sinna. Mannsbugurinn, án múrveggja rósemi og skan-
stillingar, er opinn fyrir innrásum andlegra óvina.
11. „LeitaSi ég að kúnum."
Það eru fleiri en skáldið, sem þetta kvað, er þurft hafa að
leita að kúnum.
Ef féð og 'hestarnir voru öhagspakar skepnur, þá voru kýrnar
ekki eftirbátar þeirra með rásið og óþekktina.
Kúahagar voru af skornum skammti í landi Finnmerkur.
Hún átti lengi óskipt beitiland með Fremri-Fitjum, og gengu
kýr okkar oft með kúnum þar. En þá varð að reka þær og sækja
alllangan veg bæði morgna og kvölds. En oft voru þær reknar
vestur að svonefndum Hamralæk. Þá höfðu þær það til, að rása
í ýmsar áttir. Þegar ég að kvöldi kom í hagann, þar sem ég hafði
skilið við þær, var nauðasjaldan, að þær væru þar. Þá var mér
sagt, að ég ætti að reyna að sjá af förunum eftir þær, hvert þæi
hefðu haldið.
Þetta varð til þess, að ég var orðinn nokkuð leikinn í að rekja
spor eftir allar skepnur, bæði á grasi og svo þar sem moldargöt-
ur voru. En lengi var það, að einu sinni á sumri lógu kýrnar úti,
af því að þær höfðu farið svo langt, að þær rötuðu eigi heim aft-
ur eða kærðu sig ekki um, að koma heim. Hvað gekk að kúnum?
Hvers voru þær að leita?
Móður minni varð loksins Ijóst, að venjulega fundust þær
þar, sem skepna hafði drepizt. Stóðu þær í beinalhrúgunni og
jöpluðu bein í ákafa. Þetta benti móður minni á, að kalkskortur
mundi valda. Þær voru með kálfi og nokkuð tekið að líða á
meðgöngutiímann. Hún fór þá að fleygja beinum við túngarðinn
heima. Þær komust fljótt á snoðir um, að þarna var bein að fá.
Hættu þær þá allri leit að beinum, eða óþekktarköstum, eins og
við nefndum hátterni þeirra áður. Urðu þær elskar að staðnum.
Ein kýrin tók svo upp þann sið, að koma heim til að láta mjólka
sig. Mátti þá segja, að fyriíhöfn við gæzlu þeirra væri með öllu
horfin, því að hinar fylgdu henni.
Þetta minnir mig á, hve nauðsynlegt er að reyna að finna