Norðurljósið - 01.01.1967, Side 83

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 83
NORÐURLJÓSIÐ 83 sem ég hefði setl í ‘þátt: „Þessu gleymi ég aldrei,“ ef mér hefði hugsazt það, eða átt þess kost. Ég mun hafa verið á 11. ári. Þá var það síðla á slætti, að gangnaseðillinn kom. Hann nefna menn í sumum landshlutum fjallskilaseðil eða fjallskiláboð. Gangnaseðillinn hlýddi svipuðum lögum og hreppsómagar, sem skipt var niður á bæi og allir urðu að hýsa ákveðinn tíma og flytja síðan frá sér til næsta bæjar. Gangnaseðilinn mátti þó enginn geyma hjá sér. Því var það, að faðir minn ákvað að senda mig með hann, 9vo að hann tefðist eigi sjálfur við sláttinn. Var ákveðið, að ég færi þangað ríðandi, og var reiðskjótinn grá hryssa og kölluð Grána. Hún var viljug, en nokkuð hvikul og viðbragðssnögg. Nú er að geta 'þess, að Miðfjarðarháls er um margt líkur stóra bróður sínum, Hrútafjarðarhálsi, með fúamýrar og forarkeld- ur, smávötn og tjarnir. Ásar þeir eða melar, sem þar finnast, liggja frá norðri til suðurs að kalla. Er oft nokkuð greiðfært eftir þeim endilöngum. En þegar fara þarf þvert yfir hálsinn, og það varð ég að gera, þá voru mýrarnar og keldurnar farartálm- ar, sem reynt gátu á útsjón og kunnáttu fullorðins manns, hvað þá drengs á mínum aldri, ekki hvað sízt, er rigningar gengu, og þær höfðu verið þá undanfarið. Faðir minn sagði mér til vegar. Ég var orðinn nokkuð vanur, að geta þrætt um hálsinn eftir fyrirmælum hans. En leiiðbeining- in varð nokkuð löng og flókin fyrir skilning minn. En með hana að leiðarsteini lagði ég af stað. Segir nú ekki af ferðum mínum fyrr en ég er kominn vestur fyrir svonefndar Selhæðir. Þar voru fúamýrar og keldur. Ég lagði út í þetta. En ekki hafði ég farið langt, er Grána vildi taka af mér ráðin. Fékkst hún ekki til að leggja út í keldu, sem yfir varð að fara. Ég reyndi að teyma hana yfir. Það kom fyrir ekki. Grána stóð kyrr. Þá varð mér það að ráði, að ég setti taumana upp á makkann og reyndi að reka hana yfir. Þá sneri hún sér við, tók á rás og hljóp heimleiðis. Ég elti hana, en náði henni ekki. Hvað var nú til ráða? Erindinu varð að ljúka. Ég hélt af stað gangandi og háorgandi. Ég var svo yfiribugaður af þessu mótlæti og ósigri í viðureign okkar Gránu, að ég mun aldrei hafa grátið hærra og sárar á ævi minni. Leiðin að Bjargi var þarna nokkuð meir en hálfnuð. En ég skældi alla leið og kom að Bjargi skæl- andi, Þar knúði ég dyra,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.