Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 89
NORÐURLJOSIÖ
89
ekki voru fagrar þakkirnar, sem ég fékk fyrir frammistöðuna við
að slægja. Atti ég það skilið og stóð mig Sbetur næst.
Þar sem veiðin gekk svo tregt, vorum við lengur en ráðgert
var, og gekk matur okkar til þurrðar. Saknaði ég þess mjög, að
hafa ekki brauð, þótt nógan hefði ég silunginn. Eitt sinn fórum
við fram í eyjar þær, sem liggja í Arnarvatni og náðum tals-
verðu magni af andareggjum. En ekki var það nóg til að seðja
sult minn.
Ut í Arnarvatn austan vert gengur langur tangi, sem nefndur
er Grettistangi. Ofan við hann eru rústir. Er sagt, að þar hafi
Grettir haft kofa sinn. En fleiri dvöldu þar sekir menn en hann.
Á stórsteinóttu holti, sem var á bak við kofann, sem við lág-
um í, sá ég stein, sem ég átti hægt með að halda, að væri sannar-
legt Grettistak. Steinninn var nokkuð hár, nærri því mér í mitti,
en ekki ýkjamikill um sig. Undir hann var raðað hellum eða
þunnum steinum, svö að auðsætt var, að þetta var mannaverk.
Hjá steini þessum lá annar steinn, lítill. Gizka ég á, að hann hafi
naumast verið meira en 10. hluti af hinum steininum. Þegar ég
hafði náð sem næst fullu afli, tók ég þennan litla stein og lét
hann upp á stærri steininn. Fannst mér hann ærið þungur, þótt
ekki væri stærð hans mikil á móts við hinn steininn. Mun sá
maður hafa haft ærna krafta í kögglum, sem kom hinum steinin-
um í það horf, sem hann hafði, ef einn maður var að verki.
Loksins rann upp hin langþráða stund, að Árni lét okkur búa
upp á hestana og halda af stað heim. Til þess að silungur sá, er
við höfðum aflað, skyldi skemmast sem minnst, vorum við á
ferð að næturlagi. Naut ég þá sem oftar síðar kyrrðar og feg-
urðar íslenzkrar sumarnætur á heiðum uppi.
Þegar leiðin heim var hálfnuð, áði Árni hestunum í grasi-
vöxnu mýrardragi. Eg var orðinn matarlaus og hafði ekki mat
bragðað í 15 stundir, minnir mig. En það er langur tími fyrir
ungling, matlystugan eins og ég var. „Það er ein í þér görnin eins
og í honum krumma,“ sagði mamma stundum við mig.
Árni lauk upp tösku sinni. Fátt var þar eftir matarkyns, ef
nokkuð var, nema ein þurr, hörð og þó mygluð rúgbrauðsskorpa.
Henni skipti Árni með okkur. Þótti mér, og þykir enn, að aldrei
hafi ég bragðað betra brauð. Ilmsæt, nýbökuð jólakaka, heitar,
sykraðar lummur, nýsteiktar, heitar kleinur eða pönnukökur
með sultu, hvað var þetta hjá mygluðu, hörðu rúgbrauðsskorp-
unni 'hans Árna frænda míns?!